Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Dagur stærðfræðinnar
Mynd 1 af 9
1 2 3 4 5 6 7 8 9

Dagur stærðfræðinnar í Grunnskóla Hornafjarðar

05.02.2016

Dagur stræðfræðinnar er í dag en hann ber alltaf upp á fyrsta föstudag í febrúar.  Í tilefni dagsins leystu nemendur 3. og 5. bekkjar nokkrar þrautir. Þrautin sem nemendur 3. bekkjar fengu var á þessa leið. Í Bergdalfjölskyldunni eru sjö systur og hver systir á einn bróður. Fjölskyldan á tíu manna bíl. Er sæti fyrir alla í fjölskyldunni (foreldra og börn) í bílnum? Það er óhætt að segja að svörin sem hóparnir komu með voru á marga vegu en allir voru að spá spekulera. Í 6. bekk voru lagðar fyrir þrjár þrautir.

Fyrsta þrautin: Villi, Tinna, Magga, Sigga og Jón tóku þátt í tenniskeppni. Magga vann Villa, Tinnu, Siggu og Jón; Jón vann Villa og Tinnu, Sigga vann Tinnu, Villa og Jón og Villi vann Tinnu. Raðaðu fimmmenningunum í röð eftir fjölda vinninga.,
Önnur þraut var: Hvað voru margir gestir í kínversku matarboði ef ein skál af hrísgrjónum var fyrir hverja tvo gesti, ein skál af grænmeti fyrir hverja þrjá gesti, ein skál af kjöti fyrir hverja fjóra gesti og alls voru notaðar 65 skálar?
Í þriðju þrautinni áttu nemendur að telja ferninga í mynd sem var 4 x 4 ferningar. 
Vinna við lausn þrauta af þessu tagi er góð æfing í samvinnu auk þess sem mörgum finnst mjög skemmtilegt að kljást við svona heilabrot.
Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: