Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Öskudagur 2016
Mynd 1 af 19
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19

Öskudagurinn í skólanum

10.02.2016

Á yngrastigi var mikið fjör í tilefni öskudagsins en skapast hefur hefð  um dagskrá dagsins. Nemendur og starfsfólk mæta í búningum í skólann, fyrsti tími er nýttur í lestur og fleiri verkefni en að því loknu fara nemendur um skólann, sýna sig og sjá aðra, fara í heimsókn í 5. og 6. bekk til að láta mála sig  og margir  nýta tímann í að spila og leika sér. Næst er farið í íþróttahúsið þar er kötturinn sleginn úr tunnunni, hæfileikasýning og marserað. Í tunnunum eru oftast boltar sem hver árgangur fær til eignar. Eftir hádegið fara allir í Sindrabæ en á öskudaginn eru það kennarar sem sjá um vikuhátíðina. Að þessu sinni voru fluttir brandarar, spilað á blokkflautur, rappað, dansað og sagan um Einbjörn og Tvíbjörn lesin og leikin. 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: