Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Öskudagur Heppa 2016
Guðrún Ása og Margrét
Mynd 1 af 14
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14

Heppuskólafréttir

Þorrablót og öskudagur

15.02.2016

Í Heppuskóla hefur mikið verið um að vera undanfarna daga hjá okkur í síðustu viku var öskudagurinn og létu unglingarnir sitt ekki eftir liggja og mættu í búningum og héldu fáránleikana. Sigurvegari fáránleikanna var 10. N. Keppt var í kappáti, þar sem boðið var upp á skál af hnetusmjöri og glas af mysu, reipitogi, stólahlaupi, glasa flippi og pokahlaupi. Keppnisandinn sveif yfir íþróttahúsinu.

                Þorrablót nemenda var haldið í Sindrabæ 4. Febrúar, skemmtiatriðin tókust mjög vel. Nemendur gerðu grín að samnemendum og sjálfum sér og auðvitað kennurunum. Síðan mætti Emmsé Gauti á svæðið og rappaði af lífi og sál, gaf ekkert eftir og hélt nemendum á gólfinu allan tímann. Kvöldið endaði svo í brjáluðu veðri þar sem lögregla og Björgunarsveit keyrði nemendum heim í hús. Frábært kvöld í alla staði og allir skemmtu sér vel.  

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: