Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Vikuhátíð 2. bekkjar - 18.03.2016 Fréttir

2. bekkur endaði vikuna á því að bjóða nemendurm og starfsfólki skólans á vikuhátíð í Sindrabæ. Á hátíðinni var boðið upp á söng, leikna og lesna brandara, dans, flautuleik og tískusýningu. Hátíðin endaði á dansi sem allir tóku þátt í bæði nemendur annars bekkjar sem og aðrir nemendur og starfsfólk skólans. Kynnar hátíðarinnar voru Þorgerður María og Kári Steinn. Lesa meira

Hornafjarðarmannamót í Grunnskólanum - 15.03.2016 Fréttir

Á mánudag var haldið Hornafjarðarmannamót hjá 4. 5. og 6. bekk. Nemendur voru búnir að eyða nokkrum stundum í að læra og æfa sig í að spila. Mótið gekk mjög vel og allir tóku þátt í spilamennskunni. Í fyrsta sæti var Aðalsteinn Aðalsteinsson 4ES, í öðru sæti voru Gylfi Maron Halldórsson og Tómas Nói Hauksson, báðir í 6. E og þriðja sætinu skiptu þau Viktoría Teresa Jarosz 6. E , Aron Freyr Borgarsson 5.H og Guðmundur Jón Þórðarson 5. H með sér. 
Áformað er að halda annað mót á vordögum.  Lesa meira

Skólavinir - 15.03.2016 Fréttir

Í upphafi þessa árs var sett af stað verkefni sem við nefndum skólavinir. Verkefnið var sett á laggirnar til að auka afþreyingu fyrir nemendur í frímínútum ásamt því að reyna að auka vellíðan þeirra í frímínútum. Skólavinir hafa það hlutverk að stjórna leikjum og afþreyingu fyrir nemendur í 1.- 6. bekk í fyrstu frímínútum hvers skóladags.  Verkefnið hefur fengið frábærar viðtökur hjá nemendum skólans.

Nemendum í  5. og 6. bekk var boðið að bjóða sig fram til að vera skólavinir og voru fjórir nemendur valdir úr hvorum bekk. Nú hefur fyrsti hópur skólavina lokið sínu tímabili sem stóð í 6 vikur. Þessir nemendur stóðu sig með prýði og eiga mikið lof skilið fyrir sína vinnu sem skólavinir.

Nú hefur nýr hópur nemenda tekið við keflinu og mun sinna starfi skólavina í 6 vikur.

 Kærar þakkir

Sigurborg Jóna

Lesa meira

Enn fleiri myndir af árshátíð - 11.03.2016 Fréttir

Hér eru aðrar 10 myndir frá árshátíð til að skoða. Þá vonandi hefur tekist að ná sem flestum andlitum. En árshátíðin hefur það markmið að nemendur fái tækifæri til að koma fram og að vinna fjölbreytt verkefni sem fara út fyrir hefðbundin rammann í smiðjunum.

Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar - 03.03.2016 Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Djúpavogi miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 14:00. Að vanda var vel staðið að keppninni og var virkilega gaman að sjá og heyra í öllum þessu frábæru unglingum sem komu fram og lásu texta bæði í bundnu og óbundnu máli.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: