Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
20160302_154605
Mynd 1 af 6
1 2 3 4 5 6

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

03.03.2016

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Djúpavogi miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 14:00. Að vanda var vel staðið að keppninni og var virkilega gaman að sjá og heyra í öllum þessu frábæru unglingum sem komu fram og lásu texta bæði í bundnu og óbundnu máli. Tónlistaratriði voru flutt af nemendum í Tónskóla Djúpavogs. Keppendur voru tólf, þrír komu frá Djúpavogsskóla og níu frá Grunnskóla Hornafjarðar. Kynnir var Ingunn Ósk Grétarsdóttir frá Grunnskóla Hornafjarðar en hún var vinningshafi keppninnar frá í fyrra.  Dómarar áttu ekki létt verk fyrir höndum eftir flutning nemenda en eftir langa yfirlegu voru úrslit kynnt. Sú sem hreppti fyrsta sætið í ár var Salvör Dalla Hjaltadóttir úr Grunnskóla Hornafjarðar og óskum við henni innilega til hamingju með árangurinn, í öðru sæti var Diljá Ósk Snjólfsdóttir frá Djúpavogsskóla og í þriðja sæti var Þór Albertsson einnig frá Djúpavogsskóla. 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: