Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Skólavinir

Skólavinir

15.03.2016

Í upphafi þessa árs var sett af stað verkefni sem við nefndum skólavinir. Verkefnið var sett á laggirnar til að auka afþreyingu fyrir nemendur í frímínútum ásamt því að reyna að auka vellíðan þeirra í frímínútum. Skólavinir hafa það hlutverk að stjórna leikjum og afþreyingu fyrir nemendur í 1.- 6. bekk í fyrstu frímínútum hvers skóladags.  Verkefnið hefur fengið frábærar viðtökur hjá nemendum skólans.

Nemendum í  5. og 6. bekk var boðið að bjóða sig fram til að vera skólavinir og voru fjórir nemendur valdir úr hvorum bekk. Nú hefur fyrsti hópur skólavina lokið sínu tímabili sem stóð í 6 vikur. Þessir nemendur stóðu sig með prýði og eiga mikið lof skilið fyrir sína vinnu sem skólavinir.

Nú hefur nýr hópur nemenda tekið við keflinu og mun sinna starfi skólavina í 6 vikur.

 Kærar þakkir

Sigurborg Jóna

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: