Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Heimsókn skólastjórnenda á Austur- og Suðurlandi - 29.04.2016 Fréttir

Í dag komu um 30 skólastjórnendur af Suður- og Austurlandi í heimsókn til okkar í skólann. Heimsóknin var liður í vorfundi skólastjórafélaga þessara svæða sem að þessu sinni var sameiginlegur og hófst á Smyrlabjörgum í gær. Dagskráin í dag fór svo fram hér á Höfn.

Lesa meira

Lítil saga úr orgelhúsi - 29.04.2016 Fréttir

Nemendum 1. til 4.bekkjar ásamt elstu nemendum leikskólans var boðið í Hafnarkirkju þar sem Bergþór Pálsson söngvari  og Guðný Einarsdóttir organisti fluttu söguna Lítil saga úr orgelhúsi. Þetta er tónsaga þar sem áheyrendur eru leiddir inn í töfraheim pípuorgelsins. Sagan er sögð í máli, myndum og með tóndæmum. 

Lesa meira

Reiðhjólahjálmar frá Kiwanis í 1. bekk - 27.04.2016 Fréttir

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Ós komu færandi hendi síðasta vetrardag. Þá gáfu þeir öllum fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma sem er bæði góð og þörf gjöf nú þegar hjólin hafa verið tekin úr geymslu og nemendur streyma á þeim í skólann

Lesa meira

Vikuhátíð 6. bekkjar - 15.04.2016 Fréttir

6. bekkur bauð samnemendum og starfsfólki í Hafnarskóla og foreldrum sínum á vikuhátíð í Sindrabæi í morgun. Vikuhátíðin var hin besta skemmtun en þar var boðið upp á dans, söng, fréttir með viðtölum við nokkra bæjarbúa sem og gott viðtal við yfirfulla ruslatunnu. Krakkarnir sýndu líka leiktrit sem þeir sömdu sjálfir og var sjálfstætt framhald af leikriti sem þeir sömdu fyrir vikuhátíðina sem  þeir sáu um í 5. bekk.  Lesa meira

Landnámssýning í 5. bekk - 15.04.2016 Fréttir

Á þriðjudaginn hélt 5. bekkur sýningu fyrir foreldra sína og aðstandendur á þeirri vinnu sem þeir hafa verið að vinna undanfarnar vikur um landnám Íslands. Sýningin tókst í alla staði mjög vel og nemendur og foreldrar voru ánægðir með afraksturinn. Nemendur unnu veggspjöld og útbjuggu einnig stórar myndir af landnámsmönnum. Einnig unnu þeir verkefnabækur um líf landnámsmanna Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: