Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
20160420_100346-Kiwanis
Mynd 1 af 3
1 2 3

Reiðhjólahjálmar frá Kiwanis í 1. bekk

27.04.2016

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Ós komu færandi hendi síðasta vetrardag. Þá gáfu þeir öllum fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma sem er bæði góð og þörf gjöf nú þegar hjólin hafa verið tekin úr geymslu og nemendur streyma á þeim í skólann. Af þessu tilefni hvetjum við alla til að nota reiðhjólahjálma, bæði börn og fullorðna. Fullorðir eru mikilvæg fyrirmynd og á meðan þeim finnst í lagi að nota ekki hjálm þá mun verða eftirsóknarvert hjá unglingum að sleppa hjálminum. Með Kiwanismönnum var lögreglumaður sem fór yfir mikilvægi þess að nota reiðhjólahjálma og hvernig hægt væri að stilla þá svo þeir pössuðu betur. Kiwanisklúbburinn Ós fær bestu þakkir fyrir komuna.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: