Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
IMG_5064
Mynd 1 af 3
1 2 3

Heimsókn skólastjórnenda á Austur- og Suðurlandi

29.04.2016

Í dag komu um 30 skólastjórnendur af Suður- og Austurlandi í heimsókn til okkar í skólann. Heimsóknin var liður í vorfundi skólastjórafélaga þessara svæða sem að þessu sinni var sameiginlegur og hófst á Smyrlabjörgum í gær. Dagskráin í dag fór svo fram hér á Höfn. Til að byrja með fylgdu nokkrir nemendur gestunum um skólahúsnæði, Hafnarskóla, Heppuskóla og Vöruhúss. Að því loknu var fræðslufyrirlestur í skólanum fyrir skólastjórnendurna og fundurinn endaði síðan á sameiginlegum hádegisverði í matsal skólans. 

Gestirnir lýstu yfir mikilli ánægju með heimsóknina og fyrir utan hrifningu af því sem þeir sáu voru þeir einstaklega ánægðir með leiðsögn nemenda um skólann og viðmót bæði nemenda og starfsmanna.
Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: