Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta

Fjölmenningardagar í grunnskólanum - 27.05.2016 Fréttir

Í dag fór fram fjölmenningarganga grunnskólans með þátttöku leikskólanna. Á miðvikudaginn hófst undirbúningur fyrir gönguna en nemendum og starfsfólki var skipt niður á heimsálfurnar. Lesa meira

Fjölmenningarganga Grunnskóla Hornafjarðar - 26.05.2016 Fréttir

Munið fjölmenningargönguna á morgun föstudaginn 27. maí. Gangan leggur af stað frá bílastæðinu við Íþróttahúsið kl. 9:50. Genginn verður hringur um bæinn og hvetjum við bæjarbúa að fylgjast með og taka þátt. Göngunni lýkur á Sindravöllum þar sem hin ýmsu atriði verða sýnd í lokin svo þeir sem missa af göngunni geta komið og séð herlegheitin.  

Lesa meira

Vikuhátíð hjá 1. bekk - 12.05.2016 Fréttir

í dag buðu nemendur í 1. bekkjar, samnemendum sínum, starfsfólki, og fjölskyldum á vikhátíð í Sindrabæ. Þar sýndu þau leikrit um geiturnar þrjár, tóku Polla pönk á luftgítar, sungu og sögðu fullt af sniðungum bröndurum. Kynnir hátíðarinnar var Jakob Jóel. Hátíðin tókst afar vel og var vel sótt.  Lesa meira

Kynning á sögu mannkyns í 4. bekk  - 10.05.2016 Fréttir

Börnin í 4.ES hafa undanfarið verið að læra um sögu mannkyns. Þeirri  vinnu lauk formlega á föstudaginn þegar haldin var sýning þar sem börnin sýndu afrakstur vinnu sinnar. Foreldrum, ömmum og öfum var boðið að koma og sjá.  

Lesa meira

verkefnið Börn hjálpa börnum  í 4. bekk - 04.05.2016 Fréttir

Á dögunum tóku nemendur í 4.ES þátt í söfnuninni Börn hjálpa börnum. Þessi söfnun er á vegum ABC hjálparstarfs og í ár rennur söfnunarféð til uppbyggingar skóla í Asíu og Afríku. Börnin í 4.ES gengu í hús hér á Höfn með bauka sem voru rækilega merktir ABC hjálparstarfi og söfnuðu peningum í þá. Þau stóðu sig með prýði og tókst að safna alls 125.235 krónum.

Lesa meira

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: