Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Fjölmenningardagar
Nokkrir úr lúðrasveitinni
Mynd 1 af 20
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20

Fjölmenningardagar í grunnskólanum

27.05.2016

Í dag fór fram fjölmenningarganga grunnskólans með þátttöku leikskólanna. Á miðvikudaginn hófst undirbúningur fyrir gönguna en nemendum og starfsfólki var skipt niður á heimsálfurnar og hver hópur útbjó fána, búninga og fleira sem minnir á löndinn í hverri álfu fyrir sig. Auk þess voru æfðir dansar og söngvar. Lokahátiðin fór svo fram í dag en þá var farið í skrúðgöngu sem lauk á íþróttasvæðinu en þar var boðið upp á  pastelde choclo sem er maískaka frá Perú og var það Yrma Luz Rosas Rengifo móðir Svölu í 2. bekk sem bauð nemendum upp á að smakka þetta Suður Ameríska góðgæti. Einnig fengu nemendur súkkulaðikex og svala í boði Rauðakrossins.

Fjölmargir áhorfendur söfnuðust að göngunni og margir gengu með. Víða um bæinn var flaggað með þjóðfánum ýmissa landa. 
Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: