Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
IMG_4291-a-vef

Skólastarf að fara í gang 

11.08.2016


Þá líður að því að skólastarf fari í gang í Grunnskóla Hornafjarðar. Mánudaginn 15. ágúst mæta allir starfsmenn skólans til vinnu. Nemendur og foreldrar verða kallaðir í skólasetningarviðtöl 23. og 24. ágúst og formleg kennsla hefst 25. ágúst. Innkaupalistar fyrir veturinn eru í Nettó og Martölvunni en einnig má sjá þá hér.  

Eins og foreldrum og nemendum er kunnugt var lögð sérstök áhersla á að vinna gegn einelti og vanlíðan í skólanum síðasta vetur. Þeirri vinnu verður haldið áfram í vetur og fimmtudaginn 18. ágúst veður allt starfsfólk skólans á námskeiði með Vöndu Sigurgeirsdóttur lektor í tómstundafræðum við HÍ þar sem viðfangsefnið er vinna gegn einelti. Vanda mun síðan koma aftur í heimsókn í skólann síðar í haust þar sem hún heldur áfram að vinna með starfsfólki en hittir einnig nemendur og foreldra.

Vanlíðan nemenda felst þó ekki bara í einelti heldur er kvíði einnig algengur hjá nemendum ekki bara hér heldur á landinu öllu. Þess vegna hefur skólinn boðið Margréti Birnu Þórarinsdóttur sálfræðing í heimsókn 31. ágúst verður hún með námskeið fyrir starfsfólk um kvíða barna og unglinga auk þess sem hittir hún nemendur í 7. – 10. bekk og boðið verður upp á foreldrafund að kvöldi 31. ágúst.

Nokkrar breytingar verða í starfsmannahópnum. Þess skal fyrst geti að frá og með 1. ágúst verður aðeins einn skólastjóri starfandi við skólann og í stað tveggja deildarstjóra verða tveir aðstoðarskólastjórar við skólann, sinn á hvoru stiginu. Þórgunnur Torfadóttir mun gegna stöðu skólastjóra og Eygló Illugadóttir og Magnhildur Björk Gísladóttir gegna stöðum aðstoðarskólastjóra, Eygló verður staðsett á eldra stigi en Magnhildur á yngra stigi. Þá hefur Ingvi Ingólfsson hefur verið ráðinn íþróttakennari í við skólann og mun hann kenna íþróttir og sund í eldri bekkjunum. Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir hefur verið ráðinn náms-og starfsráðgjafi en hún verður einnig náms- og starfsráðgjafi við FAS. Þá mun Elín Birna Vigfúsdóttir mun sjá um smíðakennslu í skólanum og Sigurður Páll Árnason um tónmenntakennslu og myndmenntakennslu að hluta.

Listi yfir umsjónarkennara í bekkjum er hér og almennan starfsmannalista má nálgast hér.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: