Frelsi - Metnaður - Virðing - Jákvæðni - Vinátta
Fjölmenningardagar
Dansað

Fræðsla fyrir foreldra um kvíða barna og unglinga

26.08.2016

Miðvikudagskvöldið 31. ágúst kl. 20:00 í Heppuskóla verður Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingur með fræðslu fyrir foreldra um kvíða barna og ungling.

Margrét Birna hefur sérhæft sig í vinnu með börnum og unglingum og á miðvikudaginn mun hún m.a. fjalla um eðli kvíða og kenna aðferðir við að takast á við kvíðavekjandi aðstæður.

Fyrirlesturinn verður í stofum 4 og 5 í Heppuskóla. Þar sem bærinn okkar er lítill teljum við eðlilegt að bjóða foreldrum nemenda, frá leikskóla til framhaldsskóla, að koma á fyrirlesturinn. 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: