Stoðþjónusta

Stoðþjónusta

Skipulag markmið og leiðir í stoðþjónustu við Grunnskóla Hornafjarðar. Starfsáætlun.

Magnhildur Björk Gísladóttir og Eygló Illugadóttir eru aðstoðarskólastjórar við Grunnskólann. Þær hafa yfirumsjón með stoðþjónustu skólans og nemendaverndarráði. Starfsfólk stoðþjónustu starfar með sérfræðingum utan og innan skólans og2. bekkur S markmiðið er að gera þjónustu við börn með sérþarfir eins heildstæða og góða og mögulegt er. Þjónustan er sveigjanleg og tekur mið af þörfum einstaklingsins miðað við þau verkefni sem verið er að vinna í bekknum. Stoðþjónusta er unnin í nánu samstarfi við foreldra eða forráðamenn nemandans.

Með stoðþjónustu er átt við aðstoð og þjónustu sem skólinn veitir nemendum sem taka þarf  tillit til í námi og starfi í skólanum vegna sértækra námserfiðleika, tilfinningalegra og félagslegra erfiðleika, fötlunar, þroskaröskunar, geðraskana eða heilsutengdra sérþarfa.

Meginregla í stoðþjónustu er að veita nemanda aðstoð sem veldur sem minnstri aðgreiningu frá öðrum nemendum og gerir honum kleyft að vinna sem mest með bekkjarfélögum sínum hverju sinni að teknu tilliti til sérþarfa hans.

Lögð er áhersla á að þjónusta þessi sé sveigjanleg

 

Markmið með stoðþjónustu er:

  •           að bæta líðan nemenda í skólastarfinu
  •           að styrkja sjálfsmynd og félagslega færni nemenda
  •           að nemendur fái kennslu við hæfi
  •           að bæta mælanlegan námsárangur nemenda
  •           að auka færni nemenda í samvinnunámi
  •           að auka metnað og áhuga nemenda sem eiga í námsörðugleikum
  •           að stuðla að góðri skólasókn nemenda
  •           að nemendur átti sig á gildi og nauðsyn góðrar grunnmenntunar
  •           að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum

 


            hjolvefur


 

TungumálÚtlit síðu: