Fréttir HSSA

1700 er vaktnúmer á HSU Hornafirði - 06.01.2017 Fréttir HSSA

Vakin er athygli á vaktsímanúmeri fyrir þjónustu utan opnunartíma á heilsugæslustöðinni á Höfn. Hringja þarf í númerið 1700 utan dagvinnutíma. Lesa meira

Þjónustukönnun - 27.09.2016 Fréttir HSSA

Í október 2015 var þjónustukönnun lögð fyrir notendur heilbrigðisþjónustu á Hornafirði. Þetta eru sambærilegar kannanir og voru lagðar fyrir árin 2007, 2011 og 2013 og var könnunin samin af Landlæknisembættinu

Lesa meira

Sjúkraliði í heimahjúkrun, framtíðarstaða - 04.04.2016 Fréttir HSSA

Laus er 50% staða sjúkraliða í heimahjúkrun hjá HSU Hornafirði frá og með 1. júní 2016. Sjúkraliðar sinna heimahjúkrun á starfssvæði stofnunarinnar.

Um er að ræða einstaklingsmiðaða aðstoð, aðhlynningu og hjúkrun. Sjúkraliðamenntun og bílpróf er krafa og starfsreynsla í heilbrigðisþjónustu æskileg. Frumkvæði, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum nauðsyn. Laun samkv. kjarasamningum launanefndar Sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands

Lesa meira

Samið við sjúkraliða - 04.04.2016 Fréttir HSSA

Skrifað var undir kjarasamning milli Sjúkraliðafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga um helgina.

Því verður ekkert af boðuðu verkfalli sjúkraliða.

Yfirvofandi verkfall sjúkraliða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði. - 01.04.2016 Fréttir HSSA

Þann 4. Apríl 2016 hefst verkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði starfa sjúkraliðar á hjúkrunar-, dvalar- og sjúkradeild, í heimahjúkrunar og á heilsugæslustöð. Verkfall mun hafa töluverð áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Það verður verri mönnun á legudeildum ásamt því að heimahjúkrun mun skerðast. Stjórnendur munu tryggja öryggi skjólstæðinga að fremsta megni og munu sækja um þær undanþágur sem þörf krefur.

Lesa meira

 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: