Fréttir HSSA
Matthildur-Asmundardottir

10.11.2015

Þjónustukönnun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði

Góð þjónusta við skjólstæðinga er meginmarkmið hverrar heilbrigðisstofnunar og heilbrigðisyfirvalda. Mikilvægt er að kanna viðhorf notenda til þjónustunnar með reglulegum hætti. Næstu tvær vikur mun heilbrigðisstofnunin kanna viðhorf til þjónustunnar á Hornafirði.

Spurningalistar munu liggja fyrir í afgreiðslu heilsugæslustöðvarinnar fyrir þá sem sækja þjónustu á þessu tímabili. Einnig verða lagðir spurningalistar fyrir þá sem þiggja þjónustu á legudeildum stofnunarinnar og í dagdvöl.

Könnun sem þessi er gerð á tveggja ára fresti hjá stofnuninni og er mikilvægur hlekkur í skipulagi á þjónustu.

Með ósk um góð viðbrögð

Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri HSU Hornafirði

Senda grein

Skrifa athugasemd

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: