Fréttir HSSA
*

20.01.2016

Sumarstörf á HSU Hornafirði

Viltu kynnast skemmtilegu fólki á öllum aldri og vinna gefandi starf, þá er þetta eitthvað fyrir þig:

 

Legudeildir:  Sjúkraliðar og ófaglærðir við umönnun. Einnig félagsstörf og ræsting, mötuneyti, vaktavinna. Upplýsingar gefur Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarstjóri á hjúkrunarsviði í síma 470 8630 eða netfang asgerdur@hssa.is.

 

Heilsugæsla: Sjúkraliðar í umönnun í heimahjúkrun, ritari og ræsting á heilsugæslu. Einnig starfsmann í dagdvöl aldraðra í Ekru. Upplýsingar gefur Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjóri á heilsugæslusviði  í síma 470 8600 eða netfang ester@hssa.is

 

Aðstoðarmaður húsvarðar: Fjölbreytt starf við umhirðu lóðar, almennt viðhald og ýmislegt fleira. Bílpróf nauðsynlegt. Upplýsingar gefur Andrés Júlíusson húsvörður í síma: 861 8452 eða netfang: andres@hssa.is

 

 Umsóknareyðublað má finna HÉR og í afgreiðslu heilsugæslunnar. Hvetjum karlmenn jafnt sem konur til að sækja um.

 

Laun samkvæmt kjarasamningum viðeigandi stéttarfélaga og Launanefnd Sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2016.

 

Senda grein

Skrifa athugasemd

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: