Fréttir HSSA
HSUmerki2

28.01.2016

Barnalæknaþjónusta á Hornafirði 

Stjórnendur HSU Hornafirði vilja koma á framfæri upplýsingum vegna breytinga á þjónustu barnalæknis. Um síðustu áramót hætti Eygló Aradóttir barnalæknir að koma til okkar. Hún hefur sinnt börnum á Hornafirði í fjölmörg ár og þökkum við henni kærlega fyrir vel unnin störf og mjög gott samstarf.

Unnið er að því að fá barnalækni til að þjónusta Hornafjörð. Það hefur því miður ekki skilað árangri enn sem komið er og biðjum við foreldra að sýna biðlund og skilning á því.

Í millitíðinni bendum við á lækna heilsugæslunnar.
Senda grein

Skrifa athugasemd

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: