Fréttir HSSA
Ekran-matur
Mynd 1 af 4
1 2 3 4

02.02.2016

Ódýr matur fyrir eldri íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði

Nú í vikunni var greint frá því á fréttavef RÚV að matur sem býðst eldri borgurum, bæði í mötuneyti og heimsendur, er ódýrastur í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Heimsendir matarbakkar eru dýrastir í Kópavogi og Garðabæ og dýrasta staka máltíðin er í Mosfellsbæ. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins kostar matur í mötuneyti í Reykjavík 680 krónur í áskrift en stök máltíð 880 krónur. Til samanburðar kostar stök máltíð 1.010 krónur í Kópavogi hvort sem er í áskrift eða ekki. Þá kostar heimsendur matarbakki 880 kr. í Reykjavík en 1.360 krónur í Kópavogi.

Það er gaman að segja frá því að á Hornafirði er seldur matur til eldri íbúa. Bæði er hægt að kaupa mat í Ekrunni alla virka daga í hádeginu ásamt því að heimsendur matur er seldur alla daga ársins. Nú um áramótin var hækkun á gjaldskrá mötuneytisins en þrátt fyrir það er matarbakkinn seldur lægra verði á Hornafirði en í Reykjavík eða á 850 kr. Matur í Ekrunni kostar 730 kr.

Mikil ánægja hefur verið með matinn sem seldur út frá mötuneyti heilbrigðisstofnunarinnar sem jafnframt sér um matinn fyrir grunnskólabörn sveitarfélagsins.

Senda grein

Skrifa athugasemd

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: