Fréttir HSSA
Lions gefur píanó 2016
Ásgerður og Matthildur taka við píanóinu frá fulltrúum Lionsklúbbs Hornafjarðar.

25.02.2016

Lionsklúbbur Hornafjarðar gefur píanó á Skjólgarð

Lionsklúbbur Hornafjarðar færði Skjólgarði píanó fyrir skömmu. Lengi hefur verið píanó á heimilinu sem hefur ekki verið nægilega gott en á Skjólgarði eru reglulega haldnir tónleikar, tónskólinn spilar fyrir íbúa, íbúar spila hver fyrir annan.

Einnig eru haldin þorrablót, jólasamvera, afmæli og fleira þar sem píanóið er notað.

Starfsfólk og íbúar vilja nota tækifærið og þakka kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem mun nýtast vel á heimilinu.

Senda grein

Skrifa athugasemd

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: