Fréttir HSSA
HSUmerki2

01.04.2016

Yfirvofandi verkfall sjúkraliða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði.

Þann 4. Apríl 2016 hefst verkfall sjúkraliða hjá sveitarfélögum ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands Hornafirði starfa sjúkraliðar á hjúkrunar-, dvalar- og sjúkradeild, í heimahjúkrunar og á heilsugæslustöð. Verkfall mun hafa töluverð áhrif á starfsemi stofnunarinnar. Það verður verri mönnun á legudeildum ásamt því að heimahjúkrun mun skerðast. Stjórnendur munu tryggja öryggi skjólstæðinga að fremsta megni og munu sækja um þær undanþágur sem þörf krefur. Sjúklingar, aðstandendur og íbúar á Hornafirði eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu stofnunarinnar og sveitarfélagsins.

Matthildur Ásmundardóttir,
framkvæmdastjóri HSU Hornafirði

Senda grein

Skrifa athugasemd

Til að fyrirbyggja ruslpóst:


 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: