Heimahjúkrun

Heimahjúkrun

Markmið heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða, markvissa, árangursríka og faglega heimahjúkrun, með það að markmiði að gera þeim, sem þjónustunnar njóta, kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða öldrun.

Hjúkrunarfræðingur og sjúkraliðar annast heimahjúkrun á þjónustusvæði HSSA í samstarfi við lækna, starfsfólk félagsþjónustu og fleiri aðila.

Þjónusta er veitt alla daga vikunnar allt árið um kring .

Beiðni um heimahjúkrun þarf að berast skriflega til hjúkrunarfræðings/læknis. Hægt er að nálgast eyðublað hér, (pdf), til útprentunar.


Óski einstaklingur eftir hvíldarinnlögn á hjúkrunardeild þarf að fylla út umsókn þar um. Umsóknareyðublað má nálgast HÉR.

Eyðublaðinu er svo skilað á heilsugæslu, til starfsmanna heimahjúkrunar eða á hjúkrunardeild.

Starfsmenn heimahjúkrunar: 

 

Jóna Bára Jónsdóttir Jóna Bára Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.

 

Ásta Sigfusdóttir Ásta Sigfúsdóttir, sjúkraliði.

 

Ólöf Óladóttir Ólöf Óladóttir, sjúkraliði.

 

Sigrún Bessý Guðmundsdóttir, sjúkraliði

 


 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: