Ungbarnavernd

---

Tímapantanir í skoðanir alla virka daga frá kl 08.00-16.00 í síma 470 8600.

Markmið ungbarnaverndar er að fylgjast með vexti og þroska barnsins,sjá um  ónæmisaðgerðir og veita fræðslu og ráðgjöf eftir þörfum.

Fyrstu  4 vikurnar eftir fæðinguna fer ljósmóðir stöðvarinnar í vitjanir heim til fjölskyldunnar en eftir það fara skoðanir fram á heilsugæslustöðinni.

Fyrsta læknisskoðun er við 6 vikna aldur. Síðan eru reglubundnar skoðanir hjá hjúkrunarfræðingi/ljósmóður og heimilislækni til skólaaldurs.

Ráðgjöf af ýmsu tagi m.a. um brjóstagjöf, mataræði og slysavarnir er mikilvægur þáttur ungbarnaverndarinnar og hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar í skoðunum.

 Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur sér umungbarnavernd til 18 mánaða aldurs og  2 1/2 og 4 ára skoðun.


 

Í neyðartilfellum hringið neyðarlínuna 112. Vaktsími læknavaktar eftir lokun skiptiborðs er 1700.

TungumálÚtlit síðu: