Humarhátíð

Söngvaborg kennir börnum á Humarhátíð

Sigga og María í Söngvaborg ætla að sjá um söngvakeppnina á Humarhátíð. Allir sem eru á aldrinum 5 til 15 ára geta skráð sig. Þær ætla að aðstoða krakkana við að velja lag og þjálfa þau fyrir keppnina
Keppninni verður skipt upp fimm til tíu ára keppa í sama flokki og ellefu til 15 ára í sama flokki.
Upplýsingar sem þurfa að koma fram við umsóknina eru eftirfarandi:
Nafn og aldur.
Hvaða lag.
Nafn, netfang og sími forráðamanns.
Skráningin sendist á netfangið hjá Sigríði Beinteins sbeinteins@simnet.is
Nú er bara að drífa sig og skrá sig í keppnina og taka þátt í skemmtilegri söngvakeppni á Humarhátíð.
ATH! það kostar ekkert að taka þátt.

Humarhátíð á Höfn

 
Ljúfir tónar Flugeldasýning á Jökulsárlóni Stelpurnar okkar og dómarar mættu

TungumálÚtlit síðu: