Barnastarf MMH
Lúlli löggubangsi
Lúlli löggubangsi
Lúlli löggubangsi

Barnastarf

Sumar og vetur

Sögustund - Vetur

Frá október til maí er sögustund fyrir börn á aldrinum 3 til 6 ára á fimmtudögum kl. 14:15 til 14:45

Á veturna er ýmislegt að gerast á Bókasafninu okkar. Auk þess að lána öllum þeim sem vilja bækur, DVD diska eða tónlistardiska, málum við á páskaegg, lesum fyrir krakkana, leysum morðgátur eða fáum heimsfrægar stjörnur eins og Línu Langsokk eða Ronju ræningjadóttur í heimsókn. Einstaka óþokkar hafa líka litið við hjá okkur og við lögðum mikið á okkur við að hjálpa Línu að handsama ræningjana hér um árið.

Tilkynningar um viðburðina er að finna á heimasíðu Menningarmiðstöðvar. Bókasafnið er ævintýraheimur þar sem margar frægustu hetjur sögunnar eiga heima – í bókum og myndum sem fara með okkur í ferðalög á framandi slóðir, kynna okkur fyrir skemmtilegu fólki, ævintýrum og furðuverum.
Umsjónarmaður sögustundar er Bryndís B. Hólmarsdóttir.

Barnastarf - Sumar

Fundur í fjöruUndanfarin sumur hefur verið farið í fjölmargar ferðir og hægt er að nálgast dagskrá og myndir hér á heimasíðu Menningarmiðstöðvar.

Krakkar á aldrinum 7-14 ára eru velkomin, yngri krakkar eru beðnir um að taka pabba og/eða mömmu með sér, afa og ömmu eða einhvern sem þau treysta til að hafa með sér í svona ævintýraferðir.

 

Ferðir sumarið 2013

 

11. júní Fuglaskoðunarferð í Ósland

18. júní Lúruveiði í Hornafirðinum

25. júní Plöntuskoðunarferð um Hornafjörð

2. júlí Bátsferð um Hornafjörðinn

9. júlí Fjöruferð að Horni og Víkingaþorpið

16. júlí Skreiðarskemma, Gamlabúð og verbúð skoðun

23. júlí Heimsókn í Dýragarðinn í Hólmi

30. júlí Pottarnir í Hoffelli

6. ágúst Svínabúið á Miðskeri

13. ágúst Óvissuferð

 


Minnum börnin á að koma klædd eftir veðri og með nesti.

Starfsmenn Menningarmiðstöðvar skipuleggja ferðirnar og þær eru farnar í samvinnu við Íþróttafélagið Sindra. Það þurfa allir að skrá sig í ferðirnar – við þurfum að vita hvað við þurfum stórar rútur og marga starfsmenn í ferðirnar og því best að allir skrái sig í síma 470 8050. Umsjónarmenn Barnastarfs eru Guðlaug Ósk Pétursdóttir og Bryndís B. Hólmarsdóttir


 

 


 

TungumálÚtlit síðu: