Uppgröftur í Nesjum og Öræfum

Fornleifarannsóknir

Undanfarin ár hefur staðið yfir rannsókn á fornleifum að Hólmi í Laxárdal í Austur-Skaftafellssýslu. Rannsóknin er unnin undir stjórn Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings.
Að Hólmi hafa fundist kuml og aðrar fornminjar frá landnámsöld eða eldra en sterkar líkur eru á að þarna sé að finna mjög merkilegar minjar um blótstað. Ef rétt reynist er hér um að ræða einstakan fornleifafund og einsdæmi að slíkt finnist ekki bara hérlendis heldur einnig á öllum Norðurlöndum.
Rannsóknin hefur hlotið styrk á fjárlögum Alþingis undanfarin ár auk stuðnings Sveitarfélagsins Hornafjarðar og fjölmargra annarra aðila.
Til frekari skýringa er vísað í grein Bjarna F.

Einarssonar fornleifafræðings um kuml og landnámsbæ í mynni Láxárdals í Nesjum, er birtist í Skaftfellingi árið 1998.


 

TungumálÚtlit síðu: