Gamlabúð

Gamlabúð

Gamlabúð var upphaflega byggt sem verslunarhús á Papósi í Lóni árið 1864 og er tvær hæðir og kjallari. Húsið var flutt til Hafnar á upphafsári byggðar þar, 1897 og gegndi hlutverki verslunarhúss þar í 80 ár eða þar til það var flutt árið 1977 og aftur á sinn gamla stað við höfnina árið 2012. Húsið var byggðarsafn í Sílavík. Nú hefur starfsemi í Gömlubúð verið breytt í upplýsingamiðstöð á vegum Vatnajökulsþjóðgarðar, þar er einnig jöklasýning og náttúrugripasýning.

Gamlabúð hýsti byggðarsafn og eru hér gamlar upplýsingar um hana.

 Aðsókn að Gömlubúð hefur verið sem hér segir sl. 12 ár:

Ár Gestir

Mynd tekin inni í gömlubúð

1988 1.322
1989 1.431
1990 1.312
1991 1.657
1992 2.048
1993 2.329
1994 1.987
1995 2.213
1996 1.614
1997 1.602
1998 1.791
1999 2.293
2000 2.406

 

Hér eru gamlar upplýsingar um bókun í menningarmálanefnd en stefnan hefur verið að færa Gömlubúð á sinn upprunastað á Höfn.

Frá því Gamlabúð var flutt árið 1977 á núverandi stað við Sílavík hefur annað slagið komið upp umræða um að færa húsið á ný niður að Hafnarvík þar sem það stóð í 80 ár (1897-1977). Menningarmálanefnd hefur tekið jákvæða afstöðu til þessa flutnings með eftirfarandi samþykkt sinni 8. desember 1999.

Menningarmálanefnd Hornafjarðar mælir með því að gert verði ráð fyrir flutningi Gömlubúðar á sinn upprunalega stað við höfnina eða sem næst því. Þetta er í samræmi við hugmyndir nefndarinnar um uppbyggingu safnasvæðis við höfnina, í elsta hluta byggðarinnar á Höfn. Nefndin telur æskilegt að stefnt verði að flutningnum á næstu árum. Menningarmálanefnd ítrekar ennfremur fyrri afstöðu sína varðandi varðveislu Miklagarðs og telur að með ákvörðun um staðsetningu Gömlubúðar við höfnina sé verið að staðfesta þann vilja bæjaryfirvalda að varðveita hina elstu þéttbýlismynd á staðnum. Nefndin bendir einnig á að æskilegt væri að tryggja húsnæði og útisvæði í nágrenni þessa svæðis fyrir ýmsa starfsemi byggðasafnsins sem ekki hefur öruggt húsaskjól í dag svo sem vaxandi búvéla-, bifreiða- og tækjasafn. Í þessu sambandi má einnig nefna hugsanlega húsnæðisþörf vegna safns Sverris Schevings sem væntanlegt er sem gjöf til sveitarfélagsins.

Aðalskipulag Hornafjarðar fyrir árin 1998-2018 sem staðfest var í ársbyrjun 2001 styður mjög við þessa afstöðu en í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir að við höfnina verði skipulagt safnasvæði.


 

TungumálÚtlit síðu: