Um safnið

Um safnið

Saga Byggðasafnsins


Sögu Byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu má rekja allt til ársins 1964 er sýslunefnd kaus fimm manna nefnd til að vinna að undirbúningi safnsins. Byggðasafninu var svo valinn staður í Gömlubúð þar sem hún hafði verið færð frá hafnarsvæðinu og að Sílavík. Nú stendur til að færa Gömlubúð aftur á upprunalegan stað við hafnarsvæðið á Höfn en saga hússins nær lengra aftur.

Gamlabúð var reist 1864 við Papós í Lóni. Verslun hófst á Papósi um 1861 og árið 1863 löggilti Friðrik VII. Konungur Papós sem verslunarstað. 1864 var Krambúðin reist og þjónaði sem verslunarhús meðan verslun var rekin á Papósi. Eftir að verslun lagðist þar af var húsið flutt til Hafnar og kallað Gamlabúð.

Gamlabúð var flutt frá Papósi 1897 og var reist við Hafnarvík, í nágrenni Pakkhúss og Kaupmannshússins. Gamlabúð var aðalverslunarhúsið á Höfn frá upphafi byggðar til 1937. Sölubúð var í austurhluta neðri hæðar en kornvörur, kaffi, sykur of fleira var geymt í sekkjum í vesturhluta neðri hæðar og á lofti. Í kjallara var geymt salt og ýmislegt sem þoldi langa geymslu. Árið 1977 var Gamlabúð flutt á nýjan leik og var húsinu fundinn staður við Sílavík.

Árið 1980 opnaði sýning Byggðasafnsins í húsinu og hefur Gamlabúð verið miðstöð starfsemi Byggðasafnsins frá þeim tíma. Húsið var flutt 13.júní 2012, aftur við Hafnarvík.


 

 

Stefnumótun


Sveitarfélagið Hornafjörður

Atvinnu-menningarmálanefnd

22.10.2013

 

 

Safnastefna Hornafjarðarsafna 2013-2017

Kynning

Sögu Byggðasafns Austur-Skaftafellssýslu má rekja allt til ársins 1964 er sýslunefnd kaus fimm manna nefnd til að vinna að undirbúningi safnsins. Byggðasafninu var svo valinn staður í Gömlubúð þar sem hún hafði verið færð frá hafnarsvæðinu og að Sílavík.

Gamlabúð var reist 1864 við Papós í Lóni. Verslun hófst á Papósi um 1861 og árið 1863 löggilti Friðrik VII. Konungur Papós sem verslunarstað. 1864 var Krambúðin reist og þjónaði sem verslunarhús meðan verslun var rekin á Papósi. Eftir að verslun lagðist þar af var húsið flutt til Hafnar og kallað Gamlabúð.

Gamlabúð var flutt frá Papósi 1897 og var reist við Hafnarvík, í nágrenni Pakkhúss og Kaupmannshússins. Gamlabúð var aðalverslunarhúsið á Höfn frá upphafi byggðar til 1937. Sölubúð var í austurhluta neðri hæðar en kornvörur, kaffi, sykur og fleira var geymt í sekkjum í vesturhluta neðri hæðar og á lofti. Í kjallara var geymt salt og ýmislegt sem þoldi langa geymslu. Árið 1977 var Gamlabúð flutt á nýjan leik og var húsinu fundinn staður við Sílavík.

Árið 1980 opnaði sýning Byggðasafnsins í húsinu og hefur Gamlabúð verið miðstöð starfsemi Byggðasafnsins frá þeim tíma. Húsið var flutt 13.júní 2012, aftur við Hafnarvík, og er nú gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

1. Safnastefna

Hver gripur, hver minning, hvert merki um mannlíf, er fjársjóður fyrir framtíðina ef tekst að geyma vel. En allt hefur sín takmörk og ekki er hægt að taka við öllu. Þess vegna verða söfn að setja sér markmið, og fylgja þeim.

 

1.1 Markmið

Markmið Hornafjarðarsafna er að safna, skrá, varðveita og rannsaka muni og minjar sem hafa sögulegt gildi fyrir íbúa Hornafjarðar og miðla upplýsingum um þau til alls almennings. Áhersla er lögð á að safna heildum sem geyma og sýna heimildir um mannlíf, heimilishald, landnýtingu og horfna starfshætti í samhengi. Í þessu ríka sjávarútvegs- og landbúnaðarhéraði er eðlilegt að leggja áherslu á ákveðnar hliðar þess og hefur megináhersla verið lögð á þróun til vélvæðingar og það sem kalla má einkenna tæknivæðingu landbúnaðarins á starfssvæðinu, samgöngur og búferlaflutninga, daglegt líf, svo sem matargerð í torfbæjum og hreinlæti, híbýli, torfvinnu og -hleðslu og félags- og menningarsögu. Forsenda öflugrar minjaverndar er upplýsingaöflun, skráning heimilda, rannsóknir, miðlun upplýsinga og fræðsla.

 

1.2  Söfnunarflokkar

Þótt byggðasöfnin eigi að halda utan um menningararf og munaflóru viðkomandi byggða og héraða er útilokað að þau geti geymt allt úr öllum flokkum safnmuna og því verður að afmarka söfnunina. Söfnun úr öðrum flokkum getur verið nauðsynleg í undantekningartilvikum, eftir því sem rannsóknir og/eða sýningar krefjast, annars er bent á önnur söfn.  [*í tilfelli Hornafjarðarsafna er um vísinda- og björgunarleiðangra að ræða sem sérstaða í ákveðnum tilfellum]

Megin söfnunarflokkar Hornafjarðarsafna eru þrír: undirflokka þeirra eru sem hér segir:

     Sjávarhættir                      Landbúnaður                   Samgöngur

Samgöngumáti til sjós              Búskapur, Heimilishald        Reiðtygi, klyfjareiðskapur, sleðar,

og vatna, strönd. Veiðarfæri       Híbýlahættir, Heimilis-         skíði og skautar og allir gripir sem tengjast

og aðrir gripir er tilheyra             iðnaður, Fjölskylduhættir.    ferðalögum á landi fyrir véla- og bílaöld, fótgangandi og á hestum*

sjávarútvegi og vinnslu í landi.


 

Sjávarhættir, landbúnaður og samgöngur

Langflestir munir safnsins tengjast sjávarútvegi og landbúnaði. Vélar sem tengjast þeim eftir miðja 20. öld verða ekki teknar til varðveislu nema þær tilheyri heildum sem vistaðar eru og ef þær teljast einkennandi fyrir héraðið. Lögð er áhersla á veiðarfæri sem notuð voru til sjós,  í ám og vötnum, sem og við dýra- og fuglaveiði. Söfnun er á fiskveiðarfærum og bátum sem koma úr héraði, öðrum slíkum gripum verður bent á Síldarminjasafnið á Siglufirði.

Heimilishald. Sem fyrr er lögð áhersla á að safna munum sem tilheyra heildum, en einnig er safnað öllu sem varpar ljósi á aðbúnað í torfbæjum og híbýlum fram á 20. öld. Lítil áhersla er lögð á að safna fatnaði í stórum stíl, einungis til að hafa sem dæmi um klæðnað fólks við hin ýmsu tækifæri, svo sem vinnu við bústörf og á verkstæðum og klæðnaði er tengist uppsetningu sýninga hverju sinni. Á næstu árum verður lögð áhersla á að afla muna og annarra heimilda um upphaf og þróun búskaparhátta í Hornafirði frá upphafi fram á síðmiðaldir.

Búskaparhættir. Verkfæri, tól og tæki sem notuð voru til landbúnaðarverka frá fyrstu tíða fram til landbúnaðarbyltingar. (Sjá inngang varðandi tæknibyltingu í landbúnaði).

Híbýlahættir.  Safnað er innastokksmunum og upplýsingum um hús og húsagerð í Hornafirði, sem fyrr með áherslu á muni og aðrar heimildir sem tengjast torf- og grjóthleðslu og smíðum torfbygginga. Lögð verður áhersla á húsagerðir, byggingarefni og innbúi fyrri alda. 

Heimilisiðnaður. Safnað er tækjum og tólum sem tengjast tóskap, útskurði og heimilisiðnaði, ef um heildir er að ræða. Safnað er útskornum gripum, gull- og silfursmíðum og verkfærum sem tilheyra þeirri iðju. Textílum sem tengjast sérstökum viðfangsefnum (td. heimilum, sem gera á skil í sérstakri sýningu) er safnað, þó ekki í stórum stíl. 

Fjölskylduhættir. Safnað er munum sem tengjast tyllidögum og tímatali, lifnaðarháttum í torfbæjum og varpa ljósi á húsbúnað og áhrif tísku í híbýlum manna fram undir 1960.

Samgöngur.  Reiðtygi, klyfjareiðskapur, sleðar, skíði og skautar og allir gripir sem tengjast ferðalögum á landi fyrir véla- og bílaöld, fótgangandi og á hestum, eru áhugaverðir fyrir safnið. Áhersla er lögð á að safna reiðverum og öðru er tengist notkun hesta og hvernig fólk útbjó sig til ferðalaga. Engin áform eru um að safna bílum, flugvélum eða skipum og póst- og símaminjum frá 20. öld er vísað til annarra safna (nema ef um er að ræða sérstöðu í héraði og eitthvað einstakt).

Verslun og viðskipti. Safnað er öllu því er lýtur að vinnuskiptum/skiptiverslun, ritaðar sem óritaðar heimildir. Tekin hefur verið til aðlögunar og seinni tíma ákvörðunar lítil verslunarheild sem byggt verður upp í framtíðinni (2017) með upphaf byggðar á Höfn í forgrunni.  

Iðnaður til sjós og lands. Tekið er við munum sem tengjast heildum þar sem hægt er að sjá hvernig menn höguðu smíðum í heimahúsum og á iðnaðarverkstæðum á upphafsárum iðnvæðingarinnar og sem brúa bilið frá handverkfærum til vélvæðingar. T. d. eru geymd í heilu lagi, tré-, járn- og úrsmíðaversktæði (sem tilheyra þessum tíma, nema með undantekningu). Engu er safnað sem flokkast undir verksmiðjuframleiðslu og munum vísað til Iðnaðarsafnsins á Akureyri. Sjóminjar úr héraði eru varðveittar og er rík áhersla lögð á sögu útgerðar og útræðis fyrri tíma og þróun sjávarútvegs á 20.öld og sjávarnytja. Sem áður er brýnt að nefna að fjöldaframleidd tæki eru ekki geymd, heldur þau sem eiga sér sértöðu innan héraðs, öðru er vísað á Síldarminjasafnsins á Siglufriði.  

Félagssaga. Munir sem þykja einkenna hornfirskt félagslíf eru áhugaverðir og safnað er alls kyns munum sem varpa ljósi á skemmtanir og tónlistarflutning í heimahúsum og dans- og sönglíf í héraðinu. 

 

Stefnumótun í menningar- og safnamálum Hornafjarðar 2007-2017

var samþykkt á fundi Menningarmálanefndar 14. febrúar 2007 og staðfest í bæjarstjórn 17. apríl 2007. Menningarmiðstöð Hornafjarðar skiptist í nokkrar deildir og er Byggðasafn ein þeirra. Samstarf á milli deilda er mikið og grunnur að fjölbreyttu og öflugu starfi Byggðasafns. Má þar nefna samstarf við Skjalasafn en sýningar, þar sem sýndir eru munir frá báðum söfnum hafa notið mikilla vinsælda.

 

Byggðasafn - Stefnumótun

 

Framtíðarsýn

Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu efli vitund fólks um sérkenni og menningararf héraðsins. Í Byggðasafni sé leitað nýrra leiða í safnastarfi, aðdráttarafl og   sérstaða Byggðasafns verði aukin enn frekar fyrir heimamenn og gesti.

 

Kjörorð

Metnaðarfullt menningarstarf

Góð þjónusta

Hagkvæm nýting fjármuna

Lýðræðisleg stjórnun

Jafnræði og ánægja í starfi

 

 

Meginmarkmið og leiðir

 

Sögu og sérstöðu héraðsins sé ávallt sýnd virðing og mannvænt umhverfi haft að leiðarljósi

 

Leiðir:

¨      Verndun menningarminja byggðarlagsins

                        Ýtarleg skráning þeirra minja og muna sem eru í sveitarfélaginu

                        Merking minja og muna

                        Viðhald / varðveisla minja og muna

¨      Varðveisla menningarminja byggðarlagsins

                        Þjónustuhúsnæði sem hýsir þá muni sem til varðveislu eru, við aðstæður sem tryggja sem best ástand þeirra

                        Vandaður frágangur muna, umbúðir og geymslurými tryggi að þeir  munir sem varðveittir eru skilist til komandi kynslóða

¨      Kynning menningarminja byggðarlagsins

                        Öflug samvinna milli Byggðasafns og skóla

                        Fræðsluefni fyrir alla aldurshópa, íbúa og gesti

                        Gerð göngukorta um byggðaþróun og menningarminjar

¨      Húsnæði Byggðasafns, Gamlabúð, verði flutt á Hafnarsvæðið

¨      Sjóminjasafni verði fundið framtíðar sýningar– og þjónusturými

¨      Gera sögustaði og söguslóðir aðgengilegar almenningi með merkingum og leiðarvísum

¨      Formleg söfnunar– og sýningarstefna

¨        

  Byggðasafnið standi fyrir fræðslu um menningararf og sérkenni héraðsins

 

Leiðir:

¨      Fræðsluefni fyrir börn

¨      Fræðsluefni fyrir fullorðna

¨      Kynningar fyrir innlenda og erlenda ferðamenn

¨      Greinargóðar merkingar og kynningar fyrir almenning

¨      Skipulagðar göngur í samvinnu við félög og einstaklinga

¨      Upplýsingar og kynningarefni á erlendum tungumálum

¨      Fjölbreytt og frumleg framsetning

 

Starf Byggðasafns einkennist af þrótti og metnaði

 

Leiðir:

¨      Gera Gömlubúð að miðpunkti safnastarfs í héraðinu

¨      Skapa forsendur fyrir nýsköpun í safnastarfi

¨      Vera þátttakandi í samstarfi annarra byggðasafna og stofnana, innan héraðs og utan

¨      Nýta umhverfi Gömlubúðar og auka aðdráttarafl safnsins fyrir heimamenn og gesti

¨      Gamlabúð verði miðpunktur gamla hafnarsvæðisins og þess menningarumhverfis sem þar verður byggt upp

¨      Pakkhús verði eflt sem sýningar-, funda-, og ráðstefnusalur

¨      Almenn menningarstarfsemi í Pakkhúsi verði efld

 

Byggðasafn gegni fjölþættu hlutverki sínu á framúrskarandi hátt

 

 

 

Leiðir:

¨      Ánægðir starfsmenn, góð vinnuaðstaða

¨      Vandað starf á sviði varðveislu, miðlunar, rannsókna og þjónustu

¨      Vandað þjónusturými, geymslur, vinnusvæði og vinnuaðstaða

¨      Góð og fjölbreytt sýningaraðstaða

¨      Fjölbreytt og traust fagþekking

¨      Virk þátttaka í uppbyggingu gamla hafnarsvæðisins

¨      Vatnstankinum gamla viðhaldið, komið upp merkingum, umhverfi fegrað og göngustígar lagðir

¨      Fundarhúsinu í Lóni viðhaldið, umhverfi snyrt og húsið nýtt undir       menningarstarfsemi

¨      Gömlu verbúðinni í Miklagarði viðhaldið, komið upp merkingum og         aðgangur gesta tryggður

¨      Unnið að fornleifaskráningu

¨      Forleifarannsóknir efldar

¨      Lokið við húsakönnun í sveitarfélaginu og sú skýrsla nýtt til stuðnings í skipulagsmálum

 

Byggðasafn sé aðgengilegt öllum íbúum sveitarfélagsins

 

Leiðir:

¨      Aðgangur gesta bættur og hugað sérstaklega að aðgengi fatlaðra

¨      Opnunartími sem hæfir markhópum

¨      Kannanir á starfsemi Byggðasafns og óskum notenda

 

Hlutverk Byggðasafns er að safna og sýna þverskurð af mannlífi í héraðinu. Áhersla er lögð á skaftfellskt efni og þá þætti sem einkennt hafa þetta byggðarlag eða gert aðstæður þess frábrugðnar aðstæðum annarra  byggðarlaga.

 

Söfnunarstefna
Byggðasafn safnar minjum sem gefa heildstæða mynd af sögu og mannlífi héraðsins. Byggðasafni er ætlað að safna minjum sem lýsa heimilishaldi, félagslífi, samgöngum og atvinnuháttum, jafnt til sjávar og sveita. Safninu er ekki skylt að taka við gjöfum ef kvaðir fylgja.

 

Sýningarstefna
Byggðasafn skal kappkosta að kynna starfsemi sína fyrir sem flestum og vera til þess búið að þjóna gestum sínum sem best. Sýningar safnsins eiga að auka aðgengi og áhuga almennings á sögu héraðsins og mannlífi.

 

Útlán safngripa

Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar og safnvörður Byggðasafns ákveða hvort og hvenær má láta gripi af hendi eða skipta við önnur söfn. Lánþegi undirritar þar til gerðan lánssamning.

 

 

1.4. Verklagsreglur Hornfjarðarsafna við móttöku gripa:

 

Safnið tekur á móti munum sem því eru gefnir og auglýsir eftir vissum efnisflokkum eða gripum þegar sérstök ástæða þykir. Byggðasafnið mun einnig safna munum markvisst eftir öðrum leiðum og kaupa muni í undantekningartilfellum að fengnu samþykki menningarmálanefndar.  Safnið safnar einnig munnlegum heimildum og stuðlar að varðveislu þeirra og miðlun.

 

a)      Móttaka gripa fer fram á skrifstofu safnsins í Nýheimum (undantekning á við um stóra gripi)

b)      Engir gripir fara í geymslu án þess að fara í gegnum formlegt skráningarferli fyrst. Skoðun-Hreinsun-Fyrirbyggjandi forvarsla- Ljósmyndun- Pökkun- Innsett í skráningarform á töluvtæku formi- Frágangur/geymsla.

c)      Áður en tekið er við gjöfum og gripum, skulu þeir metnir með safnastefnuna til grundvallar. Sértæk mál skal vera fjallað um sérstaklega innan menningarmálanefndar.

d)     Skráning í SARP á gripasafni skal gerð mánaðarlega hið minnsta. Uppfæring á gögnum skal gerast samhliða skráningu í SARP þegar við á.

 

*Það er heyrir til undantekningar ef safngrip, sem einu sinni hefur verið skráður í safnið, er fargað. Þá getur þurft að farga safngrip vegna skemmda, fölsunar, fjölda eintaka af sömu gerð eða vegna þess að gripurinn samræmist ekki söfnunarstefnu safnsins eða te1st ekki varðveisluhæfur. Gripurinn kann líka að vera betur kominn í öðru safni. Í slíkum tilfellum skal ávallt leita ráðlegginga hjá Þjóðminjasafni Íslands. Ákvarðanir um förgun eða langtímalán skulu samþykktar af forstöðumanni og menningarmálanefnd.

Byggðasafn – Söfnunar- og sýningarstefna


Menningarmiðstöð Hornafjarðar - Byggðasafn 
Hlutverk Byggðasafns er að safna og sýna þverskurð af mannlífi í héraðinu. Áhersla er lögð á skaftfellskt efni og þá þætti sem einkennt hafa þetta byggðarlag eða gert aðstæður þess frábrugðnar aðstæðum annarra  byggðarlaga.

 

Söfnunarstefna
Byggðasafn safnar minjum sem gefa heildstæða mynd af sögu og mannlífi héraðsins. Byggðasafni er ætlað að safna minjum sem lýsa heimilishaldi, félagslífi, samgöngum og atvinnuháttum, jafnt til sjávar og sveita. Safninu er ekki skylt að taka við gjöfum ef kvaðir fylgja.

 

Sýningarstefna
Byggðasafn skal kappkosta að kynna starfsemi sína fyrir sem flestum og vera til þess búið að þjóna gestum sínum sem best. Sýningar safnsins eiga að auka aðgengi og áhuga almennings á sögu héraðsins og mannlífi.

 

Útlán safngripa

Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar og safnvörður Byggðasafns ákveða hvort og hvenær má láta gripi af hendi eða skipta við önnur söfn. Lánþegi undirritar þar til gerðan lánssamning.

 

Samþykkt á fundi menningarmálanefndar Hornafjarðar 14.02.2007

 

 

 

Starfsmenn


Starfsmenn Byggðasafns eru:

Björn G. Arnarson safnvörður, bjorna@hornafjordur.is

Ingibjörg Lilja Pálmadóttir safnvörður, ingibjorglp@hornafjordur.is

 

 

 
 

TungumálÚtlit síðu: