Listvinasjóður

Teneritashopurinn
Teneritashopurinn
Teneritashopurinn

Listvinasjóður

Listvinasjóður Hornafjarðar kom fyrst til umræðu á fundi Menningarmálanefndar Hornafjarðar á 15. fundi nefndarinnar þann 19. janúar 2000. Formlegur stofnfundur var þann 10 febrúar sama ár, samhliða úthlutun menningarverðlauna. Stofnfé var kr. 504.000. Félagsmenn eru um 25 og greiða þeir árgjald sem er grundvöllur starfs Listvinasjóðs.

Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu: Inga Jónsdóttir, Guðlaug Hestnes og Gísli Sverrir Árnason. Sjóðurinn var stofnaður til að styrkja lista- og menningarlíf á Hornafirði. Sjóðurinn stendur fyrir ýmsum viðburðum bæði tónlistarviðburðum, rithöfundakynningum, viðburðum á sviði leiklistar auk þess að styrkja félagsamtök og einstaklinga.

Sjóðurinn starfar eftir skipulagsskrá og í stjórn sjóðsins sitja Guðlaug Hestnes krusa@simnet.is, Gauti Árnason gauti@simnet.is og Björg Erlingsdóttir bjorgerl@hornafjordur.is. Guðrún Jónsdóttir gunna@hornafjordur.is er starfsmaður sjóðsins.

Nemendur í Tónskóla Austur-Skaftfellssýslu fá ókeypis inn á þá tónleika sem sjóðurinn stendur fyrir.

 

 

 
 

TungumálÚtlit síðu: