Safnkostur

Safnkostur

Opinber skjöl

Héraðsskjalasafnið varðveitir skjöl frá stofnunum sveitarfélagsins og „gömlu“ hreppanna. Dæmi um þau opinberu skjöl sem varðveitt eru í safninu eru fundargerðir allra nefnda og stjórna, bréfa- og málasöfn, manntöl og íbúaskrár, skattaskrár og fasteignaskrár. Ennþá vantar nokkuð af gerðabókum og skjölum frá gömlu sveitahreppunum sem ekki hefur tekist að hafa uppá.

Safnið varðveitir gerðabækur sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu og stofnana sýslunnar. Einnig nokkuð af skjölum sýslumannsembættisins í Vík og á Höfn.

 

Einkaskjalasöfn

Safnið varðveitir skjöl einstaklinga, félaga og fyrirtækja. Mikilvægt er að fyrirtæki haldi skjölum sínum til haga, því þau eru heimildir um atvinnusögu héraðsins. Af skjölum frá félögum má nefna fundargerðabækur, félagatöl, sjóðsbækur, bókhaldsgögn, bréfasöfn, ljósmyndir, bæklinga og fréttabréf.

Annar safnkostur

Safnið varðveitir einnig ýmislegt annað, t.d. ljósmyndir, hljóðsnældur, kvikmyndaspólur, kort, teikningar, úrklippur, símaskrár, kirkjubækur á filmum og ýmislegt smáprent eins og auglýsingar, efnisskrár frá ýmsum listviðburðum og fleira.

 

 
 

TungumálÚtlit síðu: