Um safnið

Um safnið

Saga Héraðsskjalasafnsins

Árið 1956 kom sú hugmynd fram á Bændafundi Austur-Skaftfellinga að komið yrði á fót héraðsskjalasafni í sýslunni skv. gildandi lögum þar um. Sýslunefnd tók vel í þessa tillögu og kaus tvo menn til að athuga málið í samráði við Þjóðskjalavörð. Næstu árin var málinu haldið vakandi án þess að safn yrði þó stofnað en engu að síður fóru áhugasamir menn að safna saman gömlum skjölum. Mest vann að þessu Gísli Björnsson á Grímsstöðum og má eiginlega kalla hann föður Héraðsskjalasafnsins.

Ekki er nú vitað hvenær safnið var formlega stofnað, a.m.k. finnast ekki um það neinar fundargerðir eða önnur gögn. Hljómar það óneitanlega dálítið skringilega að safnið skuli ekki varðveita gögn um eigin upphaf!

Árið 1987 fékk safnið húsnæði í Borgeyjarhúsinu við Krosseyjarveg og var opnað þar með viðhöfn. Fyrsti formlegi héraðsskjalavörðurinn hafði þá verið ráðinn Gísli Sverrir Árnason.

Ákveðið var árið 1990 að sameina rekstur allra safna í sýslunni í nýrri stofnun, Sýslusafni Austur-Skaftafellssýslu, og árið eftir var Héraðsskjalasafnið flutt í húsnæði bókasafnsins að Hafnarbraut 36. Árið 2000 var heiti stofnunarinnar breytt í Menningarmiðstöð Hornafjarðar.

Þegar Menningarmiðstöðin var flutt í Nýheima árið 2002 var fyrst komin aðstaða til að vinna við frekari söfnun og skráningu af einhverjum krafti sem þrengsli höfðu áður hamlað mjög.

Hlutverk Héraðsskjalasafnsins

  • Hafa eftirlit með skjalavörslu bæajarstofnana
  • Varðveita eldri skjöl bæjarins á tryggan hátt
  • Hafa skjölin skráð og aðgengileg til notkunar
  • Afgreiða fyrirspurnir úr skjölum samkvæmt gildandi lögum
  • Safna og varðveita skjöl um sögu héraðsins og íbúa þess
  • Rannsaka og kynna sögu héraðsins, t.d. með sýningum og útgáfum og þannig efla þekkingu á sögunni
  • Stuðla að auknum rannsóknum almennings og fræðimanna á sögu héraðsins

Aðgangur að skjölum

Héraðsskjalasafnið er opið öllum án aðgangseyris.

Aðgangur að skjölum varðveittum á safninu er skv. Upplýsingalögum nr. 50/1996, Lög um persónuvernd (bæta inn tengingu) og meðferð persónuupplýsinga  nr. 77/2000, Stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og/eða öðrum lögum sem gilda þar um.

Skjöl sem innihalda viðkvæmar upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga, eru ekki opin öðrum en þeim sem málið varðar fyrr en að 80 árum liðnum frá myndun þeirra.

Misjafn aðgangur getur verið að einkaskjalasöfnum, enda geta afhendingaraðilir sett skilyrði um aðgang.

Mögulegt er að takmarka þurfi aðgang að skjölum vegna þess að þau séu í slæmu ástandi.

 

Þjónusta

Héraðsskjalasafnið skal vera aðalgeymslustaður fyrir skjöl bæjarstofnana

Þjónusta við almenning felst m.a. í að svara fyrirspurnum úr skjölum og aðstoða gesti safnsins. Enn fremur tekur safnið á móti einkaskjalasöfnum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum í héraðinu.

 

Starfsmaður

Sigurður Örn Hannesson héraðsskjalavörður, símar: 470 8055 og 845 9525  

netfang: siggi@hornafjordur.is 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

TungumálÚtlit síðu: