Samfélagssjóður Hornafjarðar

Sjóðurinn

Sjóðurinn

Haustið 2009 tóku félagasamtök á Hornafirði höndum saman um að setja á fót söfnunarreikning fyrir einstaklinga og fjölskyldur í fjárhagserfiðleikum.  Þau samtök sem standa að samfélagssjóðnum eru Hornafjarðardeild Rauða kross Íslands, Lionsklúbbur Hornafjarðar og Lionsklúbburinn Kolgríma, einnig eru sterk fyrirtæki og velunnarar að leggja sjóðnum til töluverða styrki.

Hafi önnur félagasamtök áhuga á að koma að sjóðnum á einhvern hátt geta þau haft samband við stjórn sjóðsins.
Samfélagssjóður Hornafjarðar er byggður upp til að styrkja í heimabyggð og sem vettvangur fyrir einstaklinga og fyrirtæki í sveitarfélaginu sem vilja láta gott af sér leiða og styrkja nærsamfélagið. 
Fyllsta trúnaðar er gætt vegna úthlutunar úr sjóðnum sem verður í höndum stjórnar sjóðsins sem áður starfaði undir Hornafjarðardeild Rauða kross Íslands, en er nú sjálfstætt starfandi sjóður. Fyrirhugað er að halda sjóðnum virkum allt árið.

Fyrir þá sem vilja leggja sjóðnum lið er reikningsnúmerið  0172-05-060172, kt: 611112-0170.

Heimilisfang
Samfélagssjóður Hornafjarðar
Hafnarbraut 27
780 Höfn Hornafirði
Sími 470 8000

Tengt efni:

Umsóknir í Samfélagssjóð hér á (pdf)

Umsókn um íþróttastyrk hér á (pdf)

 Reglur um íþróttastyrk hér á (pdf)

Starfsreglur hér á (pdf)

Samfélagssjóður Hornafjarðar


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni