Samgöngur - Samgöngur

Atlandsflug

Atlantsflug ehf

Atlantsflug vara stofnað til að veita flugþjónustu fyrir ferðamenn. Aðaflugstarfsemi félagsins er í Skaftafelli þar sem félagið býður upp á útsýnisflugi til staða eins og Grímsvatna, Langasjó, Lakagíga, Landmannalauga og annara staða sem ferðamenn vilja njóta úr lofti. Atlantsflug býður upp á nokkrar mismunandi ferðir og sinnir einnig séróskum aðila svo sem ljósmyndara, kvikmyndatökuaðila og einstaklinga. Janframt býður félagið upp á útsýnisflug frá Reykjavík allt árið.

Skoða nánar

ErnirAir

Flugfélagið Ernir

Flugfélagið Ernir sinnir reglulegu áætlunarflugi til Hafnar og býður upp á útsýnisflug frá Hornafjarðarflugvelli yfir sumarmánuðina, sjá hér.

Skoða nánar

Vatnajokull-travel

Vatnajökull Travel

Vatnajökull Travel aðstoðar við skipulagningu á árangursríkri og ógleymanlegri dvöl í stórkostlegu umhverfi Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu. Boðið er upp á margvíslega ferðapakka allt árið, m.a. norðurljósaskoðun yfir veturinn. Yfir sumarmánuðina eru áætlunarferðir upp á jökul.  Öll almenn akstursþjónusta og umboð fyrir Hertz bílaleiguna á Höfn. Dekkjaþjónusta og dekk frá Sólningu.

Skoða nánar

Þingvallaleið

Þingvallaleið

Fyrirtækið er með áætlunarferðir til og frá Höfn. Aðalstöðvar þeirra á Höfn eru við N1 Samkaup á Vesturbraut. Yfir Sumartímann er fyrirtækið með daglegar ferðir til og frá Reykjavík. Einnig frá Höfn til Egilsstöaða og frá Egilsstöðum til Hafnar. 


 

TungumálÚtlit síðu:

Himnaríki á jörð (@Skaftafell) Grásleppuveiðar Í nýju sundlauginni