Fréttir

Blíða á Hornafirði

22.12.2003 Fréttir : Bráðabirgðatölur um íbúafjölda

Hagstofa Íslands hefur sent frá sér bráðabirgðatölur um íbúafjölda á Íslandi hinn 1. desember sl. Íbúar á landinu öllu voru þá 290.490 sem er fjölgun milli ára um 0,79% sem er heldur meiri fjölgun en í fyrra en talsvert minni en áratuginn þar á undan. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni eru íbúar Hornafjarðar 2.304 1. desember 2003 en voru 2.332 árið 2002, sem er fækkun um 28 íbúa. Lesa meira
Starfsmenn ráðhúss á námskeiði hjá Gísla Blöndal

15.12.2003 Fréttir : Betri árangur í samskiptum við viðskiptavini

Starfsmenn sveitarfélagsins í ráðhúsi sóttu í síðustu viku námskeið sem heitir Þjónusta og viðmót en aðalmarkmið þess námskeiðs er að skerpa á grundvallaratriðum þjónustu í þeim tilgangi að ná betri árangri í samskiptum og viðskiptum. Framkoma, viðmót og afstaða til Lesa meira
Hluti þátttakenda á námskeiðinu

13.11.2003 Fréttir : Þjóð gegn þunglyndi

Fræðslu og félagssvið Hornafjarðar í samvinnu við landlæknisembættið stóð fyrir námskeiði s.l. mánudag á Hótel Höfn. Yfirskrift námskeiðsins var “Þjóð gegn þunglyndi” Það voru m.a. starfsmenn skóla, heilbrigðisstofnunar, lögreglu og fl. sem sóttu námskeiðið. Alls 33 þátttakendur. Þátttakendur létu vel af námskeiðinu og var almenn ánægja með hvernig til tókst. Námskeiðinu stýrðu Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, Óttar Guðmundsson, geðlæknir og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur. Lesa meira
Ró og friður

12.11.2003 Fréttir : Byggðakvóti

Sveitarfélagið Hornafjörðu fékk úthlutað í sinn hlut 26, 3 þorsígildistonn í úthlutun á byggðakvóta. Kvótanum er úthlutað af Sjávarútvegsráðuneytinu og er honum ætlað að styrkja þau byggðarlög sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Stærsta úthlutun byggðakvóta var til Ísafjarðarbæjar, 118,9 þorsígildistonn. Sveitarfélagið Hornafjörður mun ekki gera tillögur til ráðuneytisins um skiptingu byggðakvótans og mun ráðuneytið því úthluta kvótanum eins og reglugerðir kveða á um. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu mun skipting kvótans liggja fyrir innan skamms. Lesa meira
Æfingin skapar meistarann

31.10.2003 Fréttir : Bókun vegna líkamsræktarstöðva

Undanfarið hefur töluverð umræða verið hér í samfélaginu í tengslum við líkamsræktarstöðvar á Hornafirði. Á bæjarstjórnarfundi sem haldin var í gær, fimmtudag var eftirfarandi bókað eftir Ingu Jónu Halldórsdóttir settum bæjarstjóra um aðdraganda og stöðu mála í tengslum við líkamsræktarstöðvarnar. Lesa meira
Hornafjarðarhöfn

17.10.2003 Fréttir : Búið er að úthluta byggðakvóta til sveitarfélaga.

Sveitarfélagið Hornafjörður fékk úthlutað 26,3 þorskígildislestum af þeim 1500 tonnum sem ætluð eru til stuðnings sjávarbyggðum. Ekki hefur verið tilkynnt hverjir hljóta hnossið. Fulltrúar í bæjarráði Hornafjarðar voru sammála um að ef kæmi hluti ofangreindra veiðiheimilda í hlut sveitarfélagsins verði farið að tillögu Sjávarútvegsráðuneytisins um skiptingu þeirra milli einstakra fiskiskipa. Lesa meira
Krakkar við höfnina

15.10.2003 Fréttir : Unga fólkið heim

Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands hefur gefið út fækkaði Hornfirðingum um 20 á tímabilinu júlí til september 2003. Ef teknir eru fyrstu 9 mánuðir ársins hefur íbúum sveitarfélagsins fækkað um 40. Á sama tímabili fjölgaði íbúum Austur Héraðs um 74, íbúum Fellahrepps fjölgaði um 14 og Fjarðarbyggðar um 10. Í Djúpavogshrepp fækkaði um 9 íbúa og í Vopnafjarðarhrepp fækkaði um 15. Íbúum Austurlands fjölgaði því um 54 fyrstu 9 mánuði ársins samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lesa meira
Séð frá Leiðarhöfða

10.10.2003 Fréttir : Framlög vegna lægri fasteignaskatta

Félagsmálaráðherra hefur fallist á tillögu ráðgjafanefndar um úthlutun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Sveitarfélagið Hornafjörður fær nú í sinn hlut 8.516.317 kr. og kemur sú upphæð til greiðslu í október. Endanlegt framlag til sveitarfélagsins er því 27.064.032 kr. á árinu 2003. Höfuðborgarsvæðið fær minnst í sinn hlut eða rúmar 12,3 milljónir. Suðurland fær aftur á móti hæstu greiðsluna sem er rúmar 290 milljónir. Austurland fær í sinn hlut rúmar 206 milljónir. Lesa meira
Djúpt hugsi á skökkviliðsnámskeiði

22.9.2003 Fréttir : Slökkviliðsmenn á skólabekk

Slökkviliðsmenn á Hornafirði hafa um helgina sótt námskeið sem Brunamálaskólinn stendur fyrir. Kennsla fór fram í Áhaldahúsi bæjarins. Brunamálaskólinn stendur fyrir alhliða kennslu fyrir slökkviliðsmenn og eru námskeið haldin á hverju ári hjá öllum slökkviliðum á landinu. Á námskeiðinu var m.a. farið yfir og kennd grunnatriði í slökkvi- og björgunarstarfi, hvernig unnið er með björgunarklippur þar sem orðið hafa umferðarslys og meðhöndlun eiturefna. Lesa meira
Veðurblíða í september

9.9.2003 Fréttir : Hornafjörður í fjórða sæti

Sveitarfélagið Hornafjörður fær tæpar 68 miljónir í útgjaldajöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem gerir rúmar 29.000 krónur á hvern íbúa sveitarfélagsins. Þau sveitarfélög sem fá hærri upphæð en Hornafjörður eru Skagafjörður með tæpar 96 miljónir, Ísafjarðarbær tæpar 76 miljónir og Borgarbyggð með rúmar 73 miljónir. Framlög úr útgjaldajöfnunarsjóði er aðeins einn hluti af greiðslum úr Jöfnunarsjóði og er tilkomin m.a. vegna skólaaksturs úr dreifbýli, fækkun íbúa o.fl. Lesa meira
Hugo hress í dyragættinni

5.9.2003 Fréttir : Sópa ekki vandamálum undir teppi

“Samskipti í skólum” er yfirskrift námskeiðs sem haldið er þessa dagana á vegum grunnskólanna í Hornafirði og skólaskrifstofunnar. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sálfræðingarnir Wilhelm Norðfjörð og Hugo Þórisson. Námskeiðið sækja 58 starfsmenn skólanna, kennarar, skólaliðar, stuðningsfulltrúar o.fl. Á námskeiðinu er farið í samskipti starfsmanna annars vegar og samskipti starfsmanna og nemenda hins vegar. Í stuttu spjalli sagði Wilhelm að svona námskeið væru af hinu góða og það góða við samskipti er að þau geta alltaf verið betri. Samskipti á vinnustað þurfa því ekki að vera slæm til þess að réttlæta svona námskeið. Lesa meira
Ragnheiður sérkennslufulltrúi

21.8.2003 Fréttir : Nýr sérkennslufulltrúi

Ragnheiður Jóhannsdóttir hefur verið ráðin sérkennslufulltrúi í stað Ragnhildar Jónsdóttur. Ragnheiður er uppalin á Sauðárkrók en kemur til Hornafjarðar frá Borgarnesi þar sem hún átti heima og starfaði í 22 ár. Í Borgarnesi starfaði hún við kennslu og sérkennslu við grunnskólann í 12 ár og kennsluráðgjöf hjá Fræðsluskrifstofu Vesturlands í 10 ár. Ragnheiður gekk í Samvinnuskólann á Bifröst og varð síðan stúdent frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. Kennarapróf tók hún frá KHÍ 1981 og sérkennarapróf frá sama skóla árið 2003. Lesa meira

8.1.2003 Fréttir : Fjárhagsáætlun 2003

Bæjarstjóri fylgdi áætluninni úr hlaði og dreifði ítarlegri greinargerð þar að lútandi. Helstu tölur í áætlun sveitarsjóðs eru að skatttekjur eru áætlaðar 657,7 milljónir og rekstrargjöld 595,9 milljónir. Reksturinn skilar því afgangi upp á 61,8 milljón.

Lesa meira

3.1.2003 Fréttir : Lán frá Íslandsbanka

Staðfestingar bæjarstjórnar lánasamningur milli Sveitarfélagsins og Íslandsbanka. Lánsfjárhæð er 125 milljónir kr. Lánið er verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs og ber fasta 6,9 % vexti. Lánstími er 10 ár en möguleiki er á uppgreiðslu eftir 5 ár.

Lesa meira

1.1.2003 Fréttir : Forvarnarstefna

Forvarnir ná til allra þátta hins daglega lífs í sveitarfélaginu. Þær byrja hjá fjölskyldunni og því er það grundvallaratriði að hún standi traustum fótum. Mikilvægar stofnanir sem að forvörnum koma eru skólar, félagsmálaráð, heilsugæsla, lögregla, kirkja, frjáls félagasamtök og vinnustaðir.

Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: