Fréttir

Nýr sérkennslufulltrúi

21.8.2003 Fréttir

Ragnheiður sérkennslufulltrúi

Ragnheiður Jóhannsdóttir hefur verið ráðin sérkennslufulltrúi í stað Ragnhildar Jónsdóttur. Ragnheiður er uppalin á Sauðárkrók en kemur til Hornafjarðar frá Borgarnesi þar sem hún átti heima og starfaði í 22 ár. Í Borgarnesi starfaði hún við kennslu og sérkennslu við grunnskólann í 12 ár og kennsluráðgjöf hjá Fræðsluskrifstofu Vesturlands í 10 ár. Ragnheiður gekk í Samvinnuskólann á Bifröst og varð síðan stúdent frá Samvinnuskólanum í Reykjavík. Kennarapróf tók hún frá KHÍ 1981 og sérkennarapróf frá sama skóla árið 2003.

Ragnheiður er ekkja og á tvo syni 16 og 18 ára sem eru við nám annarsstaðar. Í stuttu spjalli sagði Ragnheiður að hún væri búin að heimsækja skólana á Höfn og litist henni vel á það sem hún hefði séð og hlakkaði til að takast á við verkefnin sem bíða.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: