Fréttir

Djúpt hugsi á skökkviliðsnámskeiði

22.9.2003 Fréttir : Slökkviliðsmenn á skólabekk

Slökkviliðsmenn á Hornafirði hafa um helgina sótt námskeið sem Brunamálaskólinn stendur fyrir. Kennsla fór fram í Áhaldahúsi bæjarins. Brunamálaskólinn stendur fyrir alhliða kennslu fyrir slökkviliðsmenn og eru námskeið haldin á hverju ári hjá öllum slökkviliðum á landinu. Á námskeiðinu var m.a. farið yfir og kennd grunnatriði í slökkvi- og björgunarstarfi, hvernig unnið er með björgunarklippur þar sem orðið hafa umferðarslys og meðhöndlun eiturefna. Lesa meira
Veðurblíða í september

9.9.2003 Fréttir : Hornafjörður í fjórða sæti

Sveitarfélagið Hornafjörður fær tæpar 68 miljónir í útgjaldajöfnunarframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem gerir rúmar 29.000 krónur á hvern íbúa sveitarfélagsins. Þau sveitarfélög sem fá hærri upphæð en Hornafjörður eru Skagafjörður með tæpar 96 miljónir, Ísafjarðarbær tæpar 76 miljónir og Borgarbyggð með rúmar 73 miljónir. Framlög úr útgjaldajöfnunarsjóði er aðeins einn hluti af greiðslum úr Jöfnunarsjóði og er tilkomin m.a. vegna skólaaksturs úr dreifbýli, fækkun íbúa o.fl. Lesa meira
Hugo hress í dyragættinni

5.9.2003 Fréttir : Sópa ekki vandamálum undir teppi

“Samskipti í skólum” er yfirskrift námskeiðs sem haldið er þessa dagana á vegum grunnskólanna í Hornafirði og skólaskrifstofunnar. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru sálfræðingarnir Wilhelm Norðfjörð og Hugo Þórisson. Námskeiðið sækja 58 starfsmenn skólanna, kennarar, skólaliðar, stuðningsfulltrúar o.fl. Á námskeiðinu er farið í samskipti starfsmanna annars vegar og samskipti starfsmanna og nemenda hins vegar. Í stuttu spjalli sagði Wilhelm að svona námskeið væru af hinu góða og það góða við samskipti er að þau geta alltaf verið betri. Samskipti á vinnustað þurfa því ekki að vera slæm til þess að réttlæta svona námskeið. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: