Fréttir

Æfingin skapar meistarann

31.10.2003 Fréttir : Bókun vegna líkamsræktarstöðva

Undanfarið hefur töluverð umræða verið hér í samfélaginu í tengslum við líkamsræktarstöðvar á Hornafirði. Á bæjarstjórnarfundi sem haldin var í gær, fimmtudag var eftirfarandi bókað eftir Ingu Jónu Halldórsdóttir settum bæjarstjóra um aðdraganda og stöðu mála í tengslum við líkamsræktarstöðvarnar. Lesa meira
Hornafjarðarhöfn

17.10.2003 Fréttir : Búið er að úthluta byggðakvóta til sveitarfélaga.

Sveitarfélagið Hornafjörður fékk úthlutað 26,3 þorskígildislestum af þeim 1500 tonnum sem ætluð eru til stuðnings sjávarbyggðum. Ekki hefur verið tilkynnt hverjir hljóta hnossið. Fulltrúar í bæjarráði Hornafjarðar voru sammála um að ef kæmi hluti ofangreindra veiðiheimilda í hlut sveitarfélagsins verði farið að tillögu Sjávarútvegsráðuneytisins um skiptingu þeirra milli einstakra fiskiskipa. Lesa meira
Krakkar við höfnina

15.10.2003 Fréttir : Unga fólkið heim

Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands hefur gefið út fækkaði Hornfirðingum um 20 á tímabilinu júlí til september 2003. Ef teknir eru fyrstu 9 mánuðir ársins hefur íbúum sveitarfélagsins fækkað um 40. Á sama tímabili fjölgaði íbúum Austur Héraðs um 74, íbúum Fellahrepps fjölgaði um 14 og Fjarðarbyggðar um 10. Í Djúpavogshrepp fækkaði um 9 íbúa og í Vopnafjarðarhrepp fækkaði um 15. Íbúum Austurlands fjölgaði því um 54 fyrstu 9 mánuði ársins samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Lesa meira
Séð frá Leiðarhöfða

10.10.2003 Fréttir : Framlög vegna lægri fasteignaskatta

Félagsmálaráðherra hefur fallist á tillögu ráðgjafanefndar um úthlutun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Sveitarfélagið Hornafjörður fær nú í sinn hlut 8.516.317 kr. og kemur sú upphæð til greiðslu í október. Endanlegt framlag til sveitarfélagsins er því 27.064.032 kr. á árinu 2003. Höfuðborgarsvæðið fær minnst í sinn hlut eða rúmar 12,3 milljónir. Suðurland fær aftur á móti hæstu greiðsluna sem er rúmar 290 milljónir. Austurland fær í sinn hlut rúmar 206 milljónir. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: