Fréttir

Hluti þátttakenda á námskeiðinu

13.11.2003 Fréttir : Þjóð gegn þunglyndi

Fræðslu og félagssvið Hornafjarðar í samvinnu við landlæknisembættið stóð fyrir námskeiði s.l. mánudag á Hótel Höfn. Yfirskrift námskeiðsins var “Þjóð gegn þunglyndi” Það voru m.a. starfsmenn skóla, heilbrigðisstofnunar, lögreglu og fl. sem sóttu námskeiðið. Alls 33 þátttakendur. Þátttakendur létu vel af námskeiðinu og var almenn ánægja með hvernig til tókst. Námskeiðinu stýrðu Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, Óttar Guðmundsson, geðlæknir og Wilhelm Norðfjörð, sálfræðingur. Lesa meira
Ró og friður

12.11.2003 Fréttir : Byggðakvóti

Sveitarfélagið Hornafjörðu fékk úthlutað í sinn hlut 26, 3 þorsígildistonn í úthlutun á byggðakvóta. Kvótanum er úthlutað af Sjávarútvegsráðuneytinu og er honum ætlað að styrkja þau byggðarlög sem lent hafa í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Stærsta úthlutun byggðakvóta var til Ísafjarðarbæjar, 118,9 þorsígildistonn. Sveitarfélagið Hornafjörður mun ekki gera tillögur til ráðuneytisins um skiptingu byggðakvótans og mun ráðuneytið því úthluta kvótanum eins og reglugerðir kveða á um. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu mun skipting kvótans liggja fyrir innan skamms. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: