Fréttir

Vegurinn fyrir Krosshraunsklett

25.11.2004 Nóvember : Ætlunin er að leggja nýjan vegarkafla um 1.4 km

Á fundi Bæjarráðs Hornafjarðar í morgun lá fyrir beiðni um framkvæmdaleyfi við vegarstæði við Dynjanda í Nesjum. Ætlunin er að leggja nýjan vegarkafla um 1.4 km langan sem yrði framlenging á endurbyggingu vegarins að Almannaskarði. Mikil bót verður að þessari framkvæmd því blindbeyjan niður fyrir Krosshraunsklettinn verður löguð og einnig beyjan við heimreiðina að Dynjanda. Á fundi bæjarráðs lá einnig fyrir bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað var eftir áliti hvort framkvæmdin væri háð umhverfismati. Eftirfarandi var bókað á fundi bæjarráðs: |nl|Bæjarráð telur að ekki sé ástæða til mats á umhverfisáhrifum þar sem framkvæmdin hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif hvorki vegna eðlis né umfangs hennar. Þó telur bæjarráð rétt að bíða umsagnar annarra aðila um hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati áður en framkvæmdaleyfi er veitt, sbr. bréf skipulagsstofnunar Lesa meira
Framkvæmdir við Hafnarbrautina

4.11.2004 Nóvember : Framkvæmdir við Hafnarbrautina

Bæjarráð samþykkti fyrr á þessu ári að fara í gang með að gera breytingar á yfirbragði Hafnargötunnar allt frá gatnamótum Víkurbrautar að gatnamórum Svalbarðs. Breytingarnar felast m.a. í því að gatan verður mjókkuð og hellulögð auk þess sem hugmyndir hafa verið unnar af nánasta nágrenni hennar, en Ulla R Pederse landslagsarkitekt hefur gert tillögur að umhverfinu og síðan er þetta unnið áfram hjá tæknideild sveitarfélagsins. Hugmyndin kviknaði út frá frétt frá Keflavík ( Reykjanesbæ ) en þar hefur verið unnið að því að endurgera Hafnarbrautina og gamla bæinn á glæsilegan hátt á síðustu árum, en Hafnarbrautin þar var landsþekkt fyrir óglæsileika frama af. Blómaland er nú að byrja vinnu við fyrsta áfangann, en þeir skiluðu lægstu verðum í verkið á sínum tíma. Byrjað verður við gangbrautina milli Sýsluskrifstofuna og gamla Shell og hellulagt í áttina að Litlubrú. Einnig verður gatan hækkuð á þessu svæði þannig að ekki myndist þarna stór pollur eins og stundum áður fyrir framan Sparisjóðinn. Lesa meira
Vatnsveita Hornafjarðar

15.10.2004 Fréttir : Vatnsleysi stafaði af bilun í stýrikerfi vatnsveitunnar

Í gær urðu bæjarbúar varir við að vatnsleysi sem stafaði af bilun í stýrikerfi vatnsveitunnar í dæluhúsi við vatnsmiðlunargeyminn á Höfn. Við vatnsbólið í Hólmslindum í Laxárdal eru 5 dælur sem afkasta um 60 l/s, en reiknað er með að vatnsbólið gefi að jafnaði um 80 l/s. Miðlunargeymirinn við tjaldstæðið á Höfn er 1.900 rúmmetrar ( 1.900.000 lítrar ) og miðlunargeymir í Ketilaugarfjalli í Nesjum er 300 rúmmetrar ( 300.000 lítrar ). Dælur í miðlunargeymi á Höfn stýra síðan vatnsþörfinni út á dreifikerfið á Höfn og þrýstingur er um 2 kg. en það sem gerðist í gær var að dæla stöðvaðist vegna bilunar og við það fellur þrýstingur og fyrst hjá þeim sem búa hæðst yfir sjávarmáli. Mesta vatnsþörf er í kringum vinnslu á uppsjávarfiski og fara um 70 l/s þegar mest er. Fiskvinnslan í Krossey er hinsvegar með dælur á sínu vatnskerfi og skammta sér þrýsting inn í hús þannig að þar kemur þetta ekki að sök. Lesa meira
Tæknideildin Helgi Már og Valur Sveins við tillöguna að breytingu á aðalskipulaginu

24.9.2004 Fréttir : Auglýsing á tillögum að beytingu á aðalskipulagi

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir nú tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998–2018. Breytingin felst í að fyrri landnotkun á svæðinu neðan þjóðvegs nr. 1 við Freysnes í Öræfum verður breytt þannig að hefðbundin landbúnaðarsvæði, beitarlönd og ræktuð tún auk svæðis til sérstakra nota er tengdust ferðaþjónustu á svæðinu verður breytt þannig að aukið verður við opin svæði til sérstakra nota, nýtt svæði verður fyrir frístundabyggð og gert verður ráð fyrir litilli íbúðarbyggð á svæðinu. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 frá og með deginum í dag og til föstudagsins 22. október 2004. Lesa meira
Hjalti Þór Vignisson

14.9.2004 Fréttir : Fyrir okkur er Hornafjörður draumastaðurinn

Hornfirðingurinn Hjalti Þór Vignisson var valinn úr hópi tólf umsækjenda í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Hjalti lauk í vetur námi í stjórnmálafræði og hefur hann störf næstkomandi mánudag. Hjalti bjó í Reykjavík frá 19 ára aldri en kom alltaf heim á sumrin m.a. til að spila knattspyrnu og á hann að baki yfir 100 deildarleiki fyrir Sindra. Síðustu þrjú árin hefur hann síðan búið í Reykjavík og erlendis. Hjalti segist þess fullviss að mjög holt sé fyrir ungt fólk að fara að heiman og kynnast nýjum stöðum utanlands og innan og víkka þannig sjóndeildarhringinn, þá er maður svo tilbúinn að koma heim aftur. Fyrir okkur er Hornafjörður draumastaðurinn og við Guðrún, konan mín, og Salvör Dalla, litla dóttirin, erum alsæl að vera komin aftur hingað heim. Hjalti segist hlakka til að takast á við nýja starfið og núna ætla þau að fara að leita að húsnæði til að kaupa og búið er að fá leikskólapláss fyrir dótturina sem er á öðru árinu. Lesa meira
Undirbúningur í eldhúsinu fyrir veisluna @kokkur.is

20.7.2004 Fréttir : Afhentu sveitarfélaginu afrakstur styrktarveislu

Hjónin Jón Sölvi Ólafsson kokkur og Guðbjörg Stefánsdóttir hafa afhent sveitarfélaginu kr. 486.851 sem er ágóði af styrktarveislu sem þau hjón stóðu fyrir í Nesjaskóla sl. vetur. Fjárhæðinni verður ráðstafað samkvæmt ósk aðstandenda veislunnar til kaupa á góðum lyftustól í sundlaug Hafnar sem bæta á aðgengi fatlaðra að sundlauginni. Næsta skref er að velja rétta tækið og koma því fyrir. Lesa meira

15.6.2004 Fréttir : Forsetakosningar 2004, kjörskrá

Kjörskrá liggur nú frammi vegna forsetakosninga sem fara fram 26.júní n.k. Í yfirkjörstjórn eru Jón Stefán Friðriksson, Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir og Sigfinnur Gunnarsson Hægt er að nálgast kjörskránna á eftirfarandi stöðum sjá Lesa meira
Stofnun hjólabretta og línuskautafélags

14.6.2004 Fréttir : Stofnun hjólabretta og línuskautafélags

Æskuliðs og tómstundarráð kannar nú áhuga krakka á Hornafirði á jaðaríþróttum og að þessu sinni er það hjólabretti og línuskautar. Fyrirhugað er að stofna klúbb og í framhaldi af því verður fenginn sérfræðingur í slíkum jaðaríþróttamálum sem heimsækir klúbbinn til skrafs og ráðagerðar þar sem m.a. verða skoðuð þau svæði sem koma til greina að setja upp brautir fyrir þessar íþróttir. Borist hefur erindi frá Rauðakrossdeildinni á Höfn þar sem segir að komið hafi til tals að deildin gefi brettapalla fyrir þá krakka sem eru á hjólabrettum hér. Haukur Þorvaldsson æskulýðsfulltrúi segir að það sé vaxandi áhugi á jaðaríþróttum hér og nefndi hann sem dæmi stofnun Mótorkross klúbbsins, Litboltafélagið og þá sem sigla um fjörðinn á kajak. Lesa meira
Albert Eymundsson, bæjarstjóri

3.5.2004 Fréttir : Bæjarstjórar í heimsókn á Hornafirði

Árlegur fundur og kynnisferð bæjarstjóra á landinu verður á Hornafirði 6. og 7. maí n.k. Aðal efni fundarins verður verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga og efling sveitarstjórnarstigsins. “Hér er rétta umhverfið til að ræða og kynna sér þessi mál þar sem Austur-Skaftafellssýsla var fyrsta héraðið sem sameinaðist í eitt sveitarfélag og Sveitarfélagið Hornafjörður hefur síðan tekið að sér fleiri verkefni frá ríkinu með þjónustusamningum en önnur sveitarfélög” sagði Albert Eymundsson bæjarstjóri.” Eftir að hafa fundað um þessi málefni og farið í heimsóknir á viðeigandi stofnanir mun hópurinn fá kynningu og fræðslu á ýmsum verkefnum og málefnum sveitarfélagsins ásamt heimsóknum í fyrirtæki. Lesa meira

14.4.2004 Fréttir : Líkamsræktartæki til sölu

Til sölu eru líkamsræktartæki í eigu sveitarfélagsins sem notuð hafa verið í Orkuverinu við Hafnarbraut 34. Hægt er að fá upplýsingar og nálgast lista yfir tækin á bæjarskrifstofum Hornafjarðar og sömuleiðis að semja um tíma til að skoða tækin. Óskað er eftir tilboðum í tækin í einum heildarpakka sem verður fyrsti valkostur. Hægt að gera tilboð í einstaka tæki og verða þau tilboð tekin til skoðunar fáist ekki viðunandi tilboð í heildarpakkann. Lesa meira
Nýheimar

7.4.2004 Fréttir : Upplýsingamiðstöð fyrir ferðaþjónustu í Nýheimum

Ákveðið er að upplýsingamiðstöð fyrir ferðaþjónustuna verði opnuð í Nýheimum í maí. Bæjarstjórn lét kanna þann möguleika að upplýsingamiðstöðin yrði í umsjón Menningarmiðstöðvar og yrði til húsa í Nýheimum, þar sem hún væri vel staðsett. Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar er samþykkur því að upplýsingamiðstöðin verði í Nýheimum enda leiðir það til betri nýtingar á húsnæði og starfsfólki. Ljóst er að umferð um Nýheima mun aukast og þessi starfsemi gæðir húsið auk þess auknu lífi sem er í samræmi við upphaflega hugmyndafræði þegar ákvörðun um byggingu Nýheima var tekin. Sagðist hann líta á þetta sem sameiginlegt markmið Menningarmiðstöðvar og sveitarfélagsins. Lesa meira
leikskólinn Óli Prik

2.4.2004 Fréttir : Starfsemi Óla priks flytur út á Höfn

Á fundi Bæjarstjórnar Hornafjarðar í gær var tekin ákvörðun um að leikskólanum Óla Prik skyldi lokað og starfrækslu hans hætt við lok skólaársins sem er um miðjan júlí. Lokun skólans var samþykkt með 5 atkvæðum, 1 sat hjá og fulltrúi Kríunnar greiddi atkvæði gegn lokuninni. Miklar umræður hafa verið um að loka skólanum og sendu foreldrar þeirra 11 barna sem í skólanum eru bæjarstjórn bréf þar sem lokuninni var mótmælt og m.a. segir þar; Lesa meira
Karlarnir eru í meirihluta

19.2.2004 Fréttir : Fleiri karlar en konur á Hornafirði

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði 2.304 þann 31. desember 2003. Íbúum sveitarfélagsins hefur því fækkað um 28 á milli ára. Kynjaskipting í sveitarfélaginu er konum heldur í hag að margra mati, en konur eru 1.104 á móti 1.200 karlmönnum. Fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1991, samtals 53 einstaklingar, 30 karlar og 23 konur. Fast á hæla þeim koma síðan þeir sem eru fæddir 1988 samtals 49 einstaklingar. Íbúar í sveitarfélaginu 67 ára og eldri eru 253 samkvæmt sömu heimildum og eru karlarnir aðeins fleiri eða 129 á móti 124 konum. Lesa meira
Á leið í skólaakstur

13.2.2004 Fréttir : Skólaakstur fyrir skólaárið 2004-2005

Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar í gær fimmtudag var m.a. fjallað um skólaakstur fyrir skólaárið 2004-2005. Fram kom í upplýsingum frá bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og félagssviðs að nokkur óvissa ríkir um fyrirkomulag sérleyfa til hópferðaflutninga allt til ársins 2005, en þá verða öll sérleyfi boðin út. Þessi óvissa hefur áhrif á allt umhverfi fyrirtækja í þessari atvinnugrein. Það er mat aðila, sem leitað hefur verið álits hjá, að vafasamt sé að efna til útboðs á skólaakstri við þessar aðstæður. Lesa meira
Ragnar Frank og Egill Jónasson formaður umhverfisnefndar

6.2.2004 Fréttir : Ragnar Frank og þjóðgarðurinn í Skaftafelli hlutu umhverfisverðlaunin 2003

Auglýst var eftir tilnefningum í annað skipti til umhverfisverðlauna og þær tilnefningar sem bárust voru: Friðrik Jónsson bóndi Hraunkoti. Hann var tilnefndur vegna áratuga skógræktarstarfa í landi Hraunkots í Lóni og einstakrar umgengni við náttúruna. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli vegna mjög góðarar aðkomu og aðgengi fyrir þá sem sækja þjóðgarðinn heim. Einnig komu nefndarmenn með tillögur að umhverfisverðlaunum og voru þær, Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði fyrir kynningu á svæðinu og á undirbúningi að fuglaskoðunarstöð. Elín Sigríður Harðardóttir fyrir ötult starf við SD 21 á Hornafirði og starf með vistverndarhópa. Lesa meira
Ráðhúsið

28.1.2004 Fréttir : Úthlutun styrkja úr Þróunar- og endurmenntunarsjóði

Um miðjan febrúar verður fyrri úthlutun úr Þróunar- og endurmenntunarsjóði Sveitarfélagsin Hornafjarðar. Umsóknarfrestur rennur út 13. febrúar n.k. Í reglugerð sjóðsins segir m.a. “Allir fastir starfsmenn Sveitarfélagsins Hornafjarðar eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Einnig eiga forstöðumenn stofnana rétt á að sækja um styrki til námskeiðahalds. Markmið sjóðsins er að koma til móts við starfsmenn vegna kostnaðar af námi sem beinlínis er við það miðað að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar á sínu sérsviði. Einnig að veita starfsmönnum fjárhagslegan styrk til að sækja námskeið, sem gerir þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf og gera þá hæfari einstaklinga. Ef störf eru lögð niður vegna tækni- eða skipulagsbreytinga eiga starfsmenn kost á fjárhagslegum styrk til endurmenntunar sem geri þeim mögulegt að taka að sér önnur störf fyrir sveitarfélagið”. Lesa meira
Hornafjarðarmáninn við Hótel Höfn

27.1.2004 Fréttir : Tilnefningar til menningarverðlauna

Á fundi Menningarmálanefndar miðvikudaginn 14. janúar s.l. voru lagðar fram tilnefningar til menningarverðlauna fyrir árið 2004. Eftirtaldir hlutu tilnefningar að þessu sinni: Leikhópurinn Lopi fyrir öflugt leiklistarstarf ungmenna Haukur H. Þorvaldsson fyrir áratuga starf að tónlistar- og menningarmálum Ungmennafélag Öræfinga/ritnefnd fyrir útgáfu Félagsvinarins Þorbjörg Arnórsdóttir fyrir vinnu við stofnun Þórbergsseturs Parket fyrir tónlitarstarf fyrir ungt fólk Aðstandendur sýningarinnar Með allt a hreinu fyrir metnaðarfulla skemmtidagskrá Lesa meira
Flott mynd í Óslandi

26.1.2004 Fréttir : Bæjarráð úthlutar styrkjum

Á fundi Bæjarráðs þann 15. janúar s.l. var gengið frá úthlutun styrkja fyrir árið 2004. Eftirtaldir hlutu úthlutun að þessu sinni: Sóknarnefnd Kálfafellssóknar 50.000 kr. Björgunarfélag Hornafjarðar 200.000 kr. Búnaðarsamband A-Skaft. 50.000 kr. Félag Fuglaáhugamanna á Hornafirði 50.000 kr. Skógræktarfélag A-Skaft. 150.000 kr. Ferðafélag A-Skaft. 50.000 kr. Félag aldraðra 350.000 kr. Samtals 900.000 kr. Lesa meira
Séð frá Leiðarhöfða

13.1.2004 Fréttir : Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2004 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 19. desember s.l. Heildarvelta sveitarfélagsins og fyrirtækja þess er áætluð um 1,5 miljarður árið 2004. Lang stærsti málaflokkurinn eru fræðslumál og tekur hann til sín 58% af skatttekjum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að skuldir lækki um 15 mkr. á árinu. Áætlað er að framkvæmdir við fyrsta áfanga í fráveitumálum hefjist á árinu og verður til þeirrar framkvæmdar varið 37,5 mkr. en heildarkostnaðurinn er áætlaður 200 mkr. Helst verkefni hafnarsjóðs verða endurbygging Krosseyjarbakka og dýpkun á Grynnslunum. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: