Fréttir

Ráðhúsið

28.1.2004 Fréttir : Úthlutun styrkja úr Þróunar- og endurmenntunarsjóði

Um miðjan febrúar verður fyrri úthlutun úr Þróunar- og endurmenntunarsjóði Sveitarfélagsin Hornafjarðar. Umsóknarfrestur rennur út 13. febrúar n.k. Í reglugerð sjóðsins segir m.a. “Allir fastir starfsmenn Sveitarfélagsins Hornafjarðar eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Einnig eiga forstöðumenn stofnana rétt á að sækja um styrki til námskeiðahalds. Markmið sjóðsins er að koma til móts við starfsmenn vegna kostnaðar af námi sem beinlínis er við það miðað að þeir geti tileinkað sér framfarir og tæknibreytingar á sínu sérsviði. Einnig að veita starfsmönnum fjárhagslegan styrk til að sækja námskeið, sem gerir þeim mögulegt að taka að sér vandasamari störf og gera þá hæfari einstaklinga. Ef störf eru lögð niður vegna tækni- eða skipulagsbreytinga eiga starfsmenn kost á fjárhagslegum styrk til endurmenntunar sem geri þeim mögulegt að taka að sér önnur störf fyrir sveitarfélagið”. Lesa meira
Hornafjarðarmáninn við Hótel Höfn

27.1.2004 Fréttir : Tilnefningar til menningarverðlauna

Á fundi Menningarmálanefndar miðvikudaginn 14. janúar s.l. voru lagðar fram tilnefningar til menningarverðlauna fyrir árið 2004. Eftirtaldir hlutu tilnefningar að þessu sinni: Leikhópurinn Lopi fyrir öflugt leiklistarstarf ungmenna Haukur H. Þorvaldsson fyrir áratuga starf að tónlistar- og menningarmálum Ungmennafélag Öræfinga/ritnefnd fyrir útgáfu Félagsvinarins Þorbjörg Arnórsdóttir fyrir vinnu við stofnun Þórbergsseturs Parket fyrir tónlitarstarf fyrir ungt fólk Aðstandendur sýningarinnar Með allt a hreinu fyrir metnaðarfulla skemmtidagskrá Lesa meira
Flott mynd í Óslandi

26.1.2004 Fréttir : Bæjarráð úthlutar styrkjum

Á fundi Bæjarráðs þann 15. janúar s.l. var gengið frá úthlutun styrkja fyrir árið 2004. Eftirtaldir hlutu úthlutun að þessu sinni: Sóknarnefnd Kálfafellssóknar 50.000 kr. Björgunarfélag Hornafjarðar 200.000 kr. Búnaðarsamband A-Skaft. 50.000 kr. Félag Fuglaáhugamanna á Hornafirði 50.000 kr. Skógræktarfélag A-Skaft. 150.000 kr. Ferðafélag A-Skaft. 50.000 kr. Félag aldraðra 350.000 kr. Samtals 900.000 kr. Lesa meira
Séð frá Leiðarhöfða

13.1.2004 Fréttir : Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2004 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 19. desember s.l. Heildarvelta sveitarfélagsins og fyrirtækja þess er áætluð um 1,5 miljarður árið 2004. Lang stærsti málaflokkurinn eru fræðslumál og tekur hann til sín 58% af skatttekjum sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir að skuldir lækki um 15 mkr. á árinu. Áætlað er að framkvæmdir við fyrsta áfanga í fráveitumálum hefjist á árinu og verður til þeirrar framkvæmdar varið 37,5 mkr. en heildarkostnaðurinn er áætlaður 200 mkr. Helst verkefni hafnarsjóðs verða endurbygging Krosseyjarbakka og dýpkun á Grynnslunum. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: