Fréttir

Karlarnir eru í meirihluta

19.2.2004 Fréttir : Fleiri karlar en konur á Hornafirði

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru íbúar í Sveitarfélaginu Hornafirði 2.304 þann 31. desember 2003. Íbúum sveitarfélagsins hefur því fækkað um 28 á milli ára. Kynjaskipting í sveitarfélaginu er konum heldur í hag að margra mati, en konur eru 1.104 á móti 1.200 karlmönnum. Fjölmennasti árgangurinn er fæddur 1991, samtals 53 einstaklingar, 30 karlar og 23 konur. Fast á hæla þeim koma síðan þeir sem eru fæddir 1988 samtals 49 einstaklingar. Íbúar í sveitarfélaginu 67 ára og eldri eru 253 samkvæmt sömu heimildum og eru karlarnir aðeins fleiri eða 129 á móti 124 konum. Lesa meira
Á leið í skólaakstur

13.2.2004 Fréttir : Skólaakstur fyrir skólaárið 2004-2005

Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar í gær fimmtudag var m.a. fjallað um skólaakstur fyrir skólaárið 2004-2005. Fram kom í upplýsingum frá bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og félagssviðs að nokkur óvissa ríkir um fyrirkomulag sérleyfa til hópferðaflutninga allt til ársins 2005, en þá verða öll sérleyfi boðin út. Þessi óvissa hefur áhrif á allt umhverfi fyrirtækja í þessari atvinnugrein. Það er mat aðila, sem leitað hefur verið álits hjá, að vafasamt sé að efna til útboðs á skólaakstri við þessar aðstæður. Lesa meira
Ragnar Frank og Egill Jónasson formaður umhverfisnefndar

6.2.2004 Fréttir : Ragnar Frank og þjóðgarðurinn í Skaftafelli hlutu umhverfisverðlaunin 2003

Auglýst var eftir tilnefningum í annað skipti til umhverfisverðlauna og þær tilnefningar sem bárust voru: Friðrik Jónsson bóndi Hraunkoti. Hann var tilnefndur vegna áratuga skógræktarstarfa í landi Hraunkots í Lóni og einstakrar umgengni við náttúruna. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli vegna mjög góðarar aðkomu og aðgengi fyrir þá sem sækja þjóðgarðinn heim. Einnig komu nefndarmenn með tillögur að umhverfisverðlaunum og voru þær, Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði fyrir kynningu á svæðinu og á undirbúningi að fuglaskoðunarstöð. Elín Sigríður Harðardóttir fyrir ötult starf við SD 21 á Hornafirði og starf með vistverndarhópa. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: