Fréttir

14.4.2004 Fréttir : Líkamsræktartæki til sölu

Til sölu eru líkamsræktartæki í eigu sveitarfélagsins sem notuð hafa verið í Orkuverinu við Hafnarbraut 34. Hægt er að fá upplýsingar og nálgast lista yfir tækin á bæjarskrifstofum Hornafjarðar og sömuleiðis að semja um tíma til að skoða tækin. Óskað er eftir tilboðum í tækin í einum heildarpakka sem verður fyrsti valkostur. Hægt að gera tilboð í einstaka tæki og verða þau tilboð tekin til skoðunar fáist ekki viðunandi tilboð í heildarpakkann. Lesa meira
Nýheimar

7.4.2004 Fréttir : Upplýsingamiðstöð fyrir ferðaþjónustu í Nýheimum

Ákveðið er að upplýsingamiðstöð fyrir ferðaþjónustuna verði opnuð í Nýheimum í maí. Bæjarstjórn lét kanna þann möguleika að upplýsingamiðstöðin yrði í umsjón Menningarmiðstöðvar og yrði til húsa í Nýheimum, þar sem hún væri vel staðsett. Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar er samþykkur því að upplýsingamiðstöðin verði í Nýheimum enda leiðir það til betri nýtingar á húsnæði og starfsfólki. Ljóst er að umferð um Nýheima mun aukast og þessi starfsemi gæðir húsið auk þess auknu lífi sem er í samræmi við upphaflega hugmyndafræði þegar ákvörðun um byggingu Nýheima var tekin. Sagðist hann líta á þetta sem sameiginlegt markmið Menningarmiðstöðvar og sveitarfélagsins. Lesa meira
leikskólinn Óli Prik

2.4.2004 Fréttir : Starfsemi Óla priks flytur út á Höfn

Á fundi Bæjarstjórnar Hornafjarðar í gær var tekin ákvörðun um að leikskólanum Óla Prik skyldi lokað og starfrækslu hans hætt við lok skólaársins sem er um miðjan júlí. Lokun skólans var samþykkt með 5 atkvæðum, 1 sat hjá og fulltrúi Kríunnar greiddi atkvæði gegn lokuninni. Miklar umræður hafa verið um að loka skólanum og sendu foreldrar þeirra 11 barna sem í skólanum eru bæjarstjórn bréf þar sem lokuninni var mótmælt og m.a. segir þar; Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: