Fréttir

Bæjarstjórar í heimsókn á Hornafirði

3.5.2004 Fréttir

Albert Eymundsson, bæjarstjóri

Árlegur fundur og kynnisferð bæjarstjóra á landinu verður á Hornafirði 6. og 7. maí n.k. Aðal efni fundarins verður verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga og efling sveitarstjórnarstigsins. “Hér er rétta umhverfið til að ræða og kynna sér þessi mál þar sem Austur-Skaftafellssýsla var fyrsta héraðið sem sameinaðist í eitt sveitarfélag og Sveitarfélagið Hornafjörður hefur síðan tekið að sér fleiri verkefni frá ríkinu með þjónustusamningum en önnur sveitarfélög” sagði Albert Eymundsson bæjarstjóri.” Eftir að hafa fundað um þessi málefni og farið í heimsóknir á viðeigandi stofnanir mun hópurinn fá kynningu og fræðslu á ýmsum verkefnum og málefnum sveitarfélagsins ásamt heimsóknum í fyrirtæki.

“Sömuleiðis verður farið á jökul og eitthvað gert sér til skemmtunar eins og þessum hópi er lagið” bætti Albert við. Nú þegar hafa yfir 30 bæjarstjórar tilkynnt þátttöku og allur hópurinn verður rúmlega 60 manns. Heimsókn bæjarstjóranna líkur á föstudagskvöld með kvöldverð, skemmtun og dansi á Hótel Höfn.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: