Fréttir

Afhentu sveitarfélaginu afrakstur styrktarveislu

20.7.2004 Fréttir

Undirbúningur í eldhúsinu fyrir veisluna @kokkur.is

Hjónin Jón Sölvi Ólafsson kokkur og Guðbjörg Stefánsdóttir hafa afhent sveitarfélaginu kr. 486.851 sem er ágóði af styrktarveislu sem þau hjón stóðu fyrir í Nesjaskóla sl. vetur.
Fjárhæðinni verður ráðstafað samkvæmt ósk aðstandenda veislunnar til kaupa á góðum lyftustól í sundlaug Hafnar sem bæta á aðgengi fatlaðra að sundlauginni. Næsta skref er að velja rétta tækið og koma því fyrir.

Bæjarstjórn Hornafjarðar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Jóns Sölva og Guðbjargar svo og allra sem  studdu þetta framtak þeirra.

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: