Fréttir

Tæknideildin Helgi Már og Valur Sveins við tillöguna að breytingu á aðalskipulaginu

24.9.2004 Fréttir : Auglýsing á tillögum að beytingu á aðalskipulagi

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar auglýsir nú tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 1998–2018. Breytingin felst í að fyrri landnotkun á svæðinu neðan þjóðvegs nr. 1 við Freysnes í Öræfum verður breytt þannig að hefðbundin landbúnaðarsvæði, beitarlönd og ræktuð tún auk svæðis til sérstakra nota er tengdust ferðaþjónustu á svæðinu verður breytt þannig að aukið verður við opin svæði til sérstakra nota, nýtt svæði verður fyrir frístundabyggð og gert verður ráð fyrir litilli íbúðarbyggð á svæðinu. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Hornafjarðar að Hafnarbraut 27 frá og með deginum í dag og til föstudagsins 22. október 2004. Lesa meira
Hjalti Þór Vignisson

14.9.2004 Fréttir : Fyrir okkur er Hornafjörður draumastaðurinn

Hornfirðingurinn Hjalti Þór Vignisson var valinn úr hópi tólf umsækjenda í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Sveitarfélaginu Hornafirði. Hjalti lauk í vetur námi í stjórnmálafræði og hefur hann störf næstkomandi mánudag. Hjalti bjó í Reykjavík frá 19 ára aldri en kom alltaf heim á sumrin m.a. til að spila knattspyrnu og á hann að baki yfir 100 deildarleiki fyrir Sindra. Síðustu þrjú árin hefur hann síðan búið í Reykjavík og erlendis. Hjalti segist þess fullviss að mjög holt sé fyrir ungt fólk að fara að heiman og kynnast nýjum stöðum utanlands og innan og víkka þannig sjóndeildarhringinn, þá er maður svo tilbúinn að koma heim aftur. Fyrir okkur er Hornafjörður draumastaðurinn og við Guðrún, konan mín, og Salvör Dalla, litla dóttirin, erum alsæl að vera komin aftur hingað heim. Hjalti segist hlakka til að takast á við nýja starfið og núna ætla þau að fara að leita að húsnæði til að kaupa og búið er að fá leikskólapláss fyrir dótturina sem er á öðru árinu. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: