Fréttir

Vegurinn fyrir Krosshraunsklett

25.11.2004 Nóvember : Ætlunin er að leggja nýjan vegarkafla um 1.4 km

Á fundi Bæjarráðs Hornafjarðar í morgun lá fyrir beiðni um framkvæmdaleyfi við vegarstæði við Dynjanda í Nesjum. Ætlunin er að leggja nýjan vegarkafla um 1.4 km langan sem yrði framlenging á endurbyggingu vegarins að Almannaskarði. Mikil bót verður að þessari framkvæmd því blindbeyjan niður fyrir Krosshraunsklettinn verður löguð og einnig beyjan við heimreiðina að Dynjanda. Á fundi bæjarráðs lá einnig fyrir bréf frá Skipulagsstofnun þar sem óskað var eftir áliti hvort framkvæmdin væri háð umhverfismati. Eftirfarandi var bókað á fundi bæjarráðs: |nl|Bæjarráð telur að ekki sé ástæða til mats á umhverfisáhrifum þar sem framkvæmdin hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif hvorki vegna eðlis né umfangs hennar. Þó telur bæjarráð rétt að bíða umsagnar annarra aðila um hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati áður en framkvæmdaleyfi er veitt, sbr. bréf skipulagsstofnunar Lesa meira
Framkvæmdir við Hafnarbrautina

4.11.2004 Nóvember : Framkvæmdir við Hafnarbrautina

Bæjarráð samþykkti fyrr á þessu ári að fara í gang með að gera breytingar á yfirbragði Hafnargötunnar allt frá gatnamótum Víkurbrautar að gatnamórum Svalbarðs. Breytingarnar felast m.a. í því að gatan verður mjókkuð og hellulögð auk þess sem hugmyndir hafa verið unnar af nánasta nágrenni hennar, en Ulla R Pederse landslagsarkitekt hefur gert tillögur að umhverfinu og síðan er þetta unnið áfram hjá tæknideild sveitarfélagsins. Hugmyndin kviknaði út frá frétt frá Keflavík ( Reykjanesbæ ) en þar hefur verið unnið að því að endurgera Hafnarbrautina og gamla bæinn á glæsilegan hátt á síðustu árum, en Hafnarbrautin þar var landsþekkt fyrir óglæsileika frama af. Blómaland er nú að byrja vinnu við fyrsta áfangann, en þeir skiluðu lægstu verðum í verkið á sínum tíma. Byrjað verður við gangbrautina milli Sýsluskrifstofuna og gamla Shell og hellulagt í áttina að Litlubrú. Einnig verður gatan hækkuð á þessu svæði þannig að ekki myndist þarna stór pollur eins og stundum áður fyrir framan Sparisjóðinn. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: