Fréttir

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2005

6.1.2005 Fréttir

Mynd 1 af 5
1 2 3 4 5

Fjárhagsáætlun Hornafjarðar fyrir árið 2005 var samþykkt við 2. umræðu 22. desember sl. Þar er launakostnaður afgerandi útgjaldaþáttur í áætluninni með um 68% af skatttekjum og fræðslu og uppeldismál vega þyngst með um 60% af skatttekjum. Heildarvelta bæjarsjóðs, stofnana og fyrirtækja bæjarins (Heilbrigðistofnunar Suðausturlands, Hornafjarðarhafnar, vatnsveitunnar og húsnæðiskerfisins) verður um 1,7 milljarður

Heildarvelta skiptist þannig:

Bæjarsjóður                             1.223,0 m.kr.

HSSA                                          319,0 m.kr.

Hornafjarðarhöfn                         126,5 m.kr.

Félagslega húsnæði                        15,2 m.kr.

Vatnsveitan                                   23,8 m.kr.

Samtals                                    1.707,6 m.kr.

 

Helstu stærðir bæjarsjóðs eru þessar:

Tekjur

Útsvar                                      431,0 m.kr.

Jöfnunarsjóðsframlag                193,5 m.kr.

Fasteignaskattar                        100,4 m.kr.                 

Lóðaleigugjöld                             11,0 m.kr.

Samtals                                    735,9 m.kr.

 

Gjöld

Fræðslu- og uppeldismál           439,6 m.kr.

Sameiginlegur kostnaður           105,6 m.kr.

Æskulýðs- og íþróttamál             64,6 m.kr.

Menningarmál                             55,2 m.kr.

Félagsþjónusta                           40,4 m.kr.

Atvinnumál                                 18,0 m.kr.

Almenningsgarðar og útivist         14,6 m.kr.

Skipulags- og byggingarmál         17,8 m.kr.

Bruna- og almannavarnir             14,1 m.kr.

Hreinlætismál                                9,4 m.kr.

Samtals                                    779,3 m.kr.

 

Miklar framkvæmdir undangenginna ára og aukinn rekstrarkostnaður draga úr framkvæmdagetu. Þrátt fyrir lítið svigrúm er gert ráð fyrir að framkvæmdum sem kosta munu 225,9  m.kr. Bæjarsjóður fjármagnar 81,6 m.kr., hafnarsjóður 43,6 m.kr., vatnsveitan 4,0 m.kr. og endurgreiðsla ríkisins vegna hafnaframkvæmda nemur um 96,2 m.kr. Helstu framkvæmdir eru:

Á vegum bæjarsjóðs:

Götur, gangstéttir og plön          40.5 m.kr.

Jöklasýning                               20,0 m.kr.

Nýtt gólf í íþróttahús                    8,0 m.kr.

Gras- og gervigrasvellir                5,1 m.kr.

Lóð við Heppuskóla                       3,0 m.kr.

 Undirbúningur sundlaugar             2,0 m.kr.

 

Á vegum hafnarsjóðs:

Stofn- og viðhaldsdýpkun           43,3 m.kr.

Þekja á Krosseyjarbakka            37,8 m.kr.

Dýpkun á Grynnslum                32,1 m.kr.

Ný bryggja                               20,0 m.kr.

Raflög og merkingar                  6,6 m.kr.

Á vegum vatnsveitunnar            4,0 m.kr.

Áætlað er að taka 100 m.kr. lán á vegum bæjarsjóðs og greiða eldri lán um 90 m.kr. þannig að skuldaaukning verður um 10 m.kr. milli ára. Sömuleiðis þarf hafnarsjóður að taka 25 m.kr. lán en greiðir af eldri lánum 7 m.kr. Þessar miklu framkvæmdir í hafnamálum eru m.a. vegna þess að Krosseyjarþilið var orðið ónýtt og skipin sem hér færa afla og verðmæti á land eru að stækka og rista dýpra. Einnig kallar ný og fullkomin veiðarfæragerð í Óslandi á aðstöðu til að geta þjónustað skip með umfangsmikil og þung veiðarfæri. Vegna jöklasýningar er ástæða til að upplýsa að unnið er að hönnun og fjármögnun sýningar sem mun kosta allt að 60 m.kr. Sveitarsjóði er ætlað að fjármagna þriðjung þeirrar upphæðar, ríki þriðjung og ýmsum aðilum þriðjung. Nú þegar hafa borist myndarleg framlög t.d. 5,0 m.kr. frá einum aðila.

Búið er að leysa vanda sem Heilbrigðisstofnun Suðausturlands stóð frami fyrir á árunum 2003 og 2004. Áætlun ársins 2005 gerir ráð fyrir að rekstur stofnunarinnar verði í jafnvægi hvað tekjur og gjöld varðar. Rekstur svona stofnana er alltaf viðkvæmur og lítið þarf að bera útaf til að skekkja afkomutölur.

Eins og að framan greinir eru launagreiðslur hátt hlutfall af útgjöldum sveitarfélagsins. Heimild er fyrir um 200 stöðugildum hjá öllum stofnunum og er um helmingur þeirra er vegna fræðslumála, vegna heilbrigðisstofnunarinnar eru um 56 stöðugildi og rúmlega 50 stöðugildi vegna annarra málaflokka. Við þetta bætist vinnuskólinn yfir sumartímann með yfir 100 starfsmönnum á launaskrá.

Eins og sést á þessu yfirliti er starfsemi sveitarfélagsins umfangsmikil, m.a. vegna þjónustusamninga við ríkið um heilbrigðis- og öldrunarmál og málefni fatlaðra sem önnur sveitarfélög eru ekki almennt með á sinni könnu.

Ég mun gera grein fyrir öðrum atriðum varðandi fjárhag og stöðu sveitarfélagsins með uppgjöri ársreiknings síðar. Frekari upplýsingar má fá á stjórnsýsluvefnum þar sem áætlunin verður birt í heild sinni ásamt greinargerð.

Albert Eymundsson,
bæjarstjóri

 

Senda grein

 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: