Fréttir

Skólamálaþing í Nýheimum

22.2.2005 Febrúar : Fjölbreytni og gæði fyrirlestra mikil

Síðastliðinn laugardag var haldið skólamálaþing í Nýheimum á vegum sveitarfélagsins. Fyrir hádegi var unnið í þremur málstofum þar sem fram komu fulltrúar leikskóla, grunnskóla, tónskóla, framhaldsskóla og foreldra. Eftir hádegi var safnast saman á sal þar sem fram komu þrír gestafyrirlesarar auk heimamanna. Samtals voru fluttir 17 fyrirlestrar á þinginu. Lesa meira
Krosseyjarbakkinn í Hornafjarðarhöfn

19.2.2005 Fréttir : Atvinnulíf á norðurslóðum

Fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20-22 verður málþing í Nýheimum á Höfn um atvinnumál á norðurslóðum. Fjallað verður um hvernig jaðarbyggðum í Færeyjum, Íslandi og Noregi hefur tekist að laga sig að breyttum atvinnuháttum. Efnið er áhugavert því gerður er samanburður á reynslu samfélaga víðsvegar á norðurslóðum. Þess vegna er fróðlegt að vita hvort þau vandamál sem Hornfirðingar glíma við séu einkennandi fyrir aðrar norðlægar byggðir eða einsdæmi. Á málþinginu mun Unnur Dís Skaptadóttir, dósent við Háskóla Íslands, gera grein fyrir helstu niðurstöðum samnorrænnar rannsóknar um efnið sem birtar voru í bókinni Innovations in the Nordic Periphery. |nl| Lesa meira
Vestrahorn-25.01.2005

18.2.2005 Fréttir : Auglýst eftir umsóknum í þróunar- og endurmenntunarsjóð

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir nú eftir umsóknum í þróunar- og endurmenntunarsjóð sveitarfélagsins og skulu þær berast í afgreiðslu Ráðhúss eigi síðar en 28. febrúar n.k. Vakin er athygli á að 5.gr. í reglugerð sjóðsins hefur breyst og hljóðar nú þannig: "Unnt er að sækja um styrk til sjóðsins tvisvar á ári, í febrúar og september. Auglýsa skal úthlutun og úthlutunarreglur á heimasíðu sveitarfélagsins. Sjóðsstjórn skal svara öllum styrkumsóknum skriflega. Að öllu jöfnu styrkir sjóðurinn ekki sama einstaklings oftar en tvisvar sinnum vegna sama náms og að hámarki kr. 100.000." Lesa meira
Hjalti Þór Vignisson tekur á móti lyklum af Menningarmiðstöðunni

16.2.2005 Febrúar : Breytingar í yfirstjórn sveitarfélagsins

Eins og fram hefur komið hér á vefnum lét Gísli Sverrir Árnason af störfum sem forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar og Hjalti Þór Vignisson verið ráðinn forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar. Nýtt skipurit hefur tekið gildi og í því felast miklar breytingar á þessu starfi. Hjalti Þór var áður framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs í Sveitarfélaginu Hornafirði. Á fundi bæjarstjórnar þann 22. desember var samþykkt nýtt skipurit fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð sem tók gildi 1. janúar 2005 sem tilraun til eins árs. Með hinu nýja skipuriti er verið að fækka um eina stjórnunarstöðu í yfirstjórn Sveitarfélagsins. Breytingin felst í því að verkefni sem áður heyrðu undir framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var dreift á aðra stjórnendur. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: