Fréttir

Borgþór Freysteinsson

15.4.2005 Fréttir : Nýr starfsmaður í Ráðhúsi

Borgþór Freysteinsson hefur verið ráðin í stöðu eldvarnareftirlitsmanns hjá sveitarfélaginu í stað Ragnars Imslands sem gegnt hafði stöðunni til fjölda ára. Um er að ræða 60 % stöðugildi. Borgþór er borinn og barnfæddur Hornfirðingur, alinn upp í Hagartúninu. Hann er menntaður mjólkurfræðingur og vann við það í fjölda ára auk annara starfa s.s. sjúkraflutningsmaður og lögregluþjónn. Borgþór hefur starfað hjá Slökkviliði Hornafjarðar frá 1988 og tekið þátt í flest öllum námskeiðum sem þar hafa verið í boði, auk þess sem hann hefur farið til Finnlands og lokið þar eiturefnanámskeiði. Lesa meira
Höfn

12.4.2005 Fréttir : Auglýst eftir fólki í sumarstörf

Sveitarfélagið auglýsir nú eftir fólki í sumarstörf eins og undanfarin ár, um er að ræða starf verkstjóra vinnuskólans en það starf felst í stjórnun hans, skipulagningu og umsjón verkefna í samráði við deildarstjóra tækni- og umhverfissviðs Hornafjarðar. Æskilegt er að umsækjendur í starfið séu 20 ára eða eldri, hafi uppeldismenntun og/eða reynslu af umgengni við unglinga. Einnig er reynsla af stjórnun verkefna og almennum garðyrkjustörfum æskileg. Auglýst eftir starfsmanni sem sér um flokksstjórn í vinnuskólans á Höfn og í Nesjum, það starf felst í að vinna með unglingum í umhirðu grænna svæða sveitarfélagsins. Umsækjendur þurfa helst að vera 20 ára eða eldri, æskilegt er að þeir hafi uppeldismenntun og/eða reynslu af umgengni við unglinga og er reynsla af almennum garðyrkjustörfum æskileg. |nl| Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: