Fréttir

Anna Lilja Ottósdóttir

25.8.2005 Fréttir : Anna Lilja nýr starfsmaður í Ráðhúsi

Anna Lilja Ottósdóttir hefur verið ráðinn á fjármálasvið Sveitarfélagsins í stað Luciar Óskarsdóttur, sem áður auk, almennra skrifstofustarfa, sá um afgreiðslu Ráðhússins og greiddi götu þeirra sem þangað áttu erindi. Um er að ræða 100 % stöðugildi. Anna Lilja er fædd á Vestfjörðum, nánar til tekið á Patreksfirði og ólst upp á Bíldudal, en hefur búið hér á Hornafirði síðastliðin 15 ár. Hún útskrifaðist á skrifstofubraut FAS s.l. vor, en áður hefur hún meðal annars. unnið hjá Sveitarfélaginu við störf í Sundlauginni og á leikskólanum Lönguhólum, auk þess sem hún hefur unnið við önnur þjónustu- og verslunarstörf. Hún er gift Birni J Ævarssyni og eiga þau hjónin 2 börn. Lesa meira
Össur Imsland

9.8.2005 Fréttir : Össur ráðinn á tækni- og umhverfissvið

Össur Imsland hefur verið ráðinn á tækni- og umhverfissviðs Sveitarfélagsins í stað Vals Sveinssonar, sem hætti störfum í júní s.l. Um er að ræða 100 % stöðugildi. Össur er borinn og barnfæddur Hornfirðingur og hefur lengst af búið hér á Hornafirði fyrir utan námsár sín í Reykjavík og í Danmörku.Össur er menntaður húsasmiður frá Iðnskólanum í Reykjavík og rak á tímabili byggingarfyrirtækið Imstak ehf, hér á Höfn með bróður sínum, Birni Imsland sem einnig starfar á tæknideild sveitarfélagsins. Hann öðlaðist meistararéttindi við Tækniskóla Íslands þar sem hann stundaði nám, en hélt síðan til Óðinsvé, þar sem hann lauk prófi nú í júlí s.l. sem byggingarfræðingur. Á skólagöngu sinni hefur Össur oftar en einu sinni verið verðlaunaður fyrir framúrskarandi árangur. Lesa meira


 

Fréttasafn


TungumálÚtlit síðu: